0

How Can We Help?

Samskiptatækni

Þú ert hér:
< Allt efni

Snjalltæki nota ýmiskonar samskiptatækni til að senda frá sér merki og taka á móti skipunum. Samskiptin fara fram á ákveðnu tungumáli sem tækið tjáir og skilur. Í snjallheiminum eru notaðar ýmsar gerðir samskiptatækni (protocol) til þess og má þar helst nefna Zwave, Zigbee, WiFi (internet protocol eins og http/s, rtsp) og önnur tækni eins og MQTT, ONVIF eða PTZ sem notar intranettengingu, Bluetooth eða radio frequency. Svo er til minna þekkt tækni á borð við EnOcean eða fyrirtæki sem hafa smíðað sína eigin tækni eins og Homeatic IP. Öll samskiptatækni snjalltækja er þráðlaus. 

Þessi ógrynni af tegundum samskiptatækni er stærsta vandamálið í snjallheiminum því einungis tækni af sömu tegund getur talað saman. Ekki nóg með það heldur notar t.d. Zwave mismunandi bylgjulengd eftir svæðum (EU, US eða AU) þannig að ekki er hægt að nota Zwave-tæki frá Bandaríkjunum með Zwave-stjórnstöð frá Evrópu. 

Stærsta vandamálið er að samskiptatæknin sem er notuð af snjalltækinu er ekki gefin upp og þarf að fletta því upp í leiðbeiningum á viðkomandi tæki (ef þær fylgja). Samskiptatækni sem hefur reynst vel í snjallheiminum er Zwave og Zigbee. Báðar tegundir af tækni eru staðlaðar og vottaðar. Þannig ættu allar stjórnstöðvar að styðja við Zwave, Zigbee-tækin ef stjórnstöðin er gefin út fyrir það en raunin er önnur. Stjórnstöðvarnar styðja bara sín tæki og er því erfitt að velja tæki sem passa við stjórnstöðina sem er til. Ef einhver stjórnstöð styður tæki frá öðrum framleiðendum þá er nánast öruggt að það er ekki gefið upp. 

Annað sem þarf að hafa í huga í því sambandi er drægni og orkunotkun. Bæði samskiptatækni Zigbee og Zwave sem hafa reynst vel eru hannaðar til þess að nota litla raforku. Það gerir snjalltækjum kleift að keyra á rafhlöðu sem endist jafnvel í fleiri ár. Þessi tæki má staðsetja hvar sem er án þess að rafmagn sé til staðar. En þessi litla orkunotkun hefur líka í för með sér að drægni er ekki eins góð. Því þarf að passa að hafa nógu mikið af tækjum til staðar sem endurvarpa samskiptamerkinu. Tækin sem endurvarpa merkinu þurfa alltaf að vera tengd rafmagni. Þetta er jafnframt algengasta orsökin fyrir því að tækin missa samband við stjórnstöðina. Þráðlaust netmerki er hins vegar orkufrekt og þurfa tæki sem ganga fyrir þráðlausu neti að vera sítengd rafmagni. Hins vegar er þráðlaust net til staðar á öllum heimilum og þess vegna er ekki nauðsynlegt að hafa sérstakan búnað sem dreifir merkinu til og frá snjalltækinu. Snjallingur býður upp á möguleikana og styður við öll helstu samskiptatækin; Zigbee, Zwave og þráðlaust net. Samþættingin við tæki sem notast við aðra samskiptatækni getur átt sér stað í gegnum viðkomandi stjórnstöð. Snjallingur-kerfið er byggt á hugbúnaði Home Assistant sem getur talað við hundruð annarra kerfa og má sjá lista yfir þau hér.

Innihald
Innkaupakarfa