0

How Can We Help?

Fyrstu skref í snjallheiminn

Þú ert hér:
< Allt efni

Hvar á að byrja

Þegar spáð er í snjallvæðingu heimilanna þá er oft spurt hvar og hvernig á maður að byrja. Úrvalið er stórt og flækjustigið er mikið. Flestir byrja einfaldlega með ljósastýringum frá IKEA eða Philips HUE en síðan flækjast hlutirnir gjarnan og erfitt er að koma á sjálfsstýringum eða bæta öðrum kerfum við. Það gæti til dæmis verið reykskynjarar, öryggismyndavélar, dyrabjöllur og dyralásar. Þess vegna er mikilvægt að horfa fram á veginn strax í upphafi og skipuleggja næstu skref. Góð framtíðarsýn með möguleikum á stækkun og endingu er lykillinn að góðum árangri. Flest kerfi sem eru í boði eru eyjalausnir með ákveðinni virkni og eru þau kerfi yfirleitt lokuð með þeim afleiðingum að ekki er hægt að bæta öðrum tækjum eða virkni við nema að viðkomandi framleiðandi sé að þróa vörulínuna sína. Eyjalausnirnar eru ótalmargar og sífellt bætast fleiri við þann hóp. 

Hlutir sem þarf að huga að:

  1. Samræmingarhæfni. Er möguleiki að samnýta tæki frá öðrum framleiðendum? Flestir framleiðendur eru með stjórntæki (hub eða mobile app) til að tengja og stýra tækjum sínum. Það er eina leiðin svo að tækin geti flutt boð sín á milli. Þessi uppbygging kallast “stjörnuuppbygging” sem þarf oftast einhverja miðstýringu svo að tækin geti talað saman. T.d. hreyfiskynjari sem gefur merki um að kveikja eða slökkva á ljósi eða hitanemi sem gefur boð um að opna eða loka fyrir hitann. Ef valin er fleiri en ein eyjalausn þá þarf fleiri en eina stjórnstöð og stjórnstöðvarnar tala oftast ekki saman. Annar ókostur við eyjalausn er að það þarf að velja og kaupa tæki sem passa fyrir viðkomandi kerfi. Þessi tæki eru yfirleitt miklu dýrari heldur en tæki sem byggja á opnum samskiptastaðli.
  2. Hvaða inngrip þarf ég í núverandi rafmagns tengiverki? Óhjákvæmilegt er að breyta raflögnum á einhvern hátt. Breytingarnar ættu að vera þannig útfærðar að hægt verði að selja eða leigja húsið án þess að selja stjórntækin með. Þá er engin þörf á því að fjarlægja allan tækjabúnað sem hefur verið settur upp.
  3. Hver er ávinningurinn? Snjalltækin eru flott og það verður að tryggja ávinning í formi þæginda, öryggis og orkusparnaðar. Ávinningurinn getur líka verið í formi betri upplýsingagjafar með því að fá tilkynningar um það ef eitthvað athugavert gerist eða að einhverju þarf að sinna.
  4. Hvar eru gögnin mín geymd? Við komumst ekki hjá því að gögnin okkar verði geymd í skýinu. En það skiptir miklu máli hvaða gögn eru geymd í skýinu og af hverjum. Sérstaklega skal varast óþekkt vörumerki eða vörumerki sem sérhæfa sig ekki í að varðveita gögnin í skýinu.

Þessar ráðleggingar eru byggðar á reynslu og tilmælum eins og við hjá Snjallingi sjáum snjallheimilið fyrir okkur. Eins og er þá er þessi faggrein ekki til og henni hefur ekki verið veitt nægileg athygli miðað við þróun á þessu sviði. 

Snjalltækin og möguleikarnir sem fylgja eru það tæknivædd og flókin að það verður alltaf þörf fyrir heildstæða þjónustu sem fer út fyrir sölu á einstökum tækjum eða kerfum. Við hjá Snjallingi sérhæfum okkur á þessu sviði og bjóðum upp á heildarlausnir. Umfram allt leggjum við áherslu á framúrskarandi þjónustu fyrir íslenskan markað með séríslenskar kröfur. 

Innihald
Innkaupakarfa