Snjallskynjarar

Þú ert hér:
< Allt efni

Mikilvægir skynjarar

Skynjarar spila lykilhlutverk á snjallheimilinu (tilkynningaaðilarnir okkar á heimilinu). Ef við erum ekki með neina skynjara þá getum við ekki stýrt neinum tækjum og í raun er heimilið okkar þá eins og það var áður – nefnilega frekar heimskt. Þannig að ef við viljum að eitthvað gerist við ákveðinn atburð  þá þurfum við skynjara í einhverju formi. Helstu skynjarar eru hreyfiskynjarar, birtuskynjarar, lokunarskynjarar, hitaskynjarar, orkunotkunarskynjarar eða reykskynjarar auðvitað sem eru helsta öryggistækið okkar. Þessi tegund af skynjurum kallast líkamlegir skynjarar.

En skynjari getur líka verið í öðru formi. Ef við viljum vita hvað hitastigið verður á morgun, þegar sólin sest eða þegar við eigum að mæta í skólann eða vinnu. Kannski viljum við láta eitthvað gerast þegar strætóinn fer ekki eða Hellisheiðin er lokuð. Þessa tegund af skynjurum köllum við sýndarskynjara.

En það er sameiginlegt með öllum snjöllum skynjurum að þeir senda  rafræn boð ef eitthvað er að gerast eða á ákveðnum tíma til að tilkynna stöðuna. Snjallheilinn þarf stanslaust að hlusta á alla skynjarana okkar og vera í stakk búinn að framkvæma eitthvað ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Þannig verður snjallheimilið virkilega snjallt. Þetta samspil á milli skynjaranna, stjórnkerfisins og endatækjanna (ljós, ofnlok eða tilkynningar o.s.frv.) kallast snjallheimili og verður bara snjallt ef allir hlekkir virka sem slíkir og sjálfsstýringar gefa taktinn (hlusta, meta, framkvæma).

Rafrænir skynjarar

Skynjarar eru fremstir í keðjunni og mæla ákveðna stöðu. Síðan er mælingargildið sent áfram á stjórnstöðina sem síðan vinnur úr þessum upplýsingum og ákveður hvað, hvort og hvernig á að bregðast við (t.d. kveikja ljós, lækka hita eða annað). Helstu atriðin sem við mælum eru hiti, hreyfing, ljósstyrkur, reykur og rakastig. Til þess er vítt og breitt úrval af skynjurunum á markaðnum og sumir þeirra mæla nokkur atriði í einu (multisensors). 

Flestir ganga fyrir rafhlöðu í dag og senda upplýsingar til stjórnstöðvar rafrænt með þráðlausri fjarskiptatækni (Zigbee, Zwave eða WiFi). Rafhlaðan endist mislengi eftir því hvaða samskiptatækni er notuð og hversu ört upplýsingar fara á milli. Allt frá nokkrum mánuðum upp í 2 ár.

Í rafrænu formi (og í Home Assistant) kallast allir skynjarar “sensors”. En munur er á “binary sensors” sem hefur einungis tvö gildi (on/off eða true/false) og “venjulegum sensor” sem mælir ákveðið gildi (t.d. hitastig, rakastig eða ljósstyrk).

Fyrri Hreyfiskynjarar
Innihald
Privacy Settings
We use cookies to enhance your experience while using our website. If you are using our Services via a browser you can restrict, block or remove cookies through your web browser settings. We also use content and scripts from third parties that may use tracking technologies. You can selectively provide your consent below to allow such third party embeds. For complete information about the cookies we use, data we collect and how we process them, please check our Privacy Policy
Youtube
Consent to display content from Youtube
Vimeo
Consent to display content from Vimeo
Google Maps
Consent to display content from Google
Spotify
Consent to display content from Spotify
Sound Cloud
Consent to display content from Sound
Cart Overview