0

Betri hitastýringar

Hitastýring er með því flóknasta í snjallheiminum. Þar þarf að hugsa um marga hlutir ekki einungis að hafa rétta hitann á réttum tíma heldur eru gerðar kröfur um orkusparnað, einfaldleika, hagkvæman tækjakost og hitaöryggi.

Við hjá Snjallingi erum með hitastýringar sem eru framsæknar, áreiðanlegar og hannaðar að þörfum hvers og eins.

Aðferðafræðin okkar

Lausnirnar eru úthugsaðar og sniðnar að þörfum viðskiptavina okkar og að íslenskum aðstæðum. Við tökum hitastýringu alla leið. Alveg eins ef um gólfhita, hefðbundið ofnakerfi er að ræða eða einhverja blöndun á því.

Vellíðan

Vellíðan er alltaf í fyrirrúmi. Tryggja þarf rétta hitastigið á réttum tíma og á réttum stað. Þannig líður okkur og öðrum heimilismeðlimum best

Framúrskarandi lausn

Lausn sem tekur til allra þátta sem skipta máli fyrir snjalla hitastýringu. Útihitastig, fram- og bakrásarhiti, óskahitastig og raunhiti, opin eða lokuð kerfi, NO eða NC svo fátt sé nefnt.

Kerfi sem lærir

Aðstæður eru mismunandi og því mikilvægt að hafa sveigjanlegt kerfi sem hægt er að aðlaga að breyttum forsendum á einfaldan hátt.

Vöktun

Þegar margir þættir spila saman er nauðsynlegt að geta fengið tilkynningar þegar hitinn er ekki eins og hann á að vera. 

orkusparnaður

30%

Með því að skilgreina hitasvæðin og miða kyndingu við viðveru er hægt að spara allt að 30% orku samkvæmt rannsóknum sem er líka  framlag gegn loftlagsbreytingum

Hagkvæm LausN

Tækjakostur

Við veljum þann búnað sem er hagkvæmastur án þess að gefa afslátt af gæðum og  kröfum okkar um endingu. 

REYnsla

Hugvit

Við erum ekki búinn að finna hjólið upp á nýtt en við leggjum mikla áherslu á að láta tækin tala saman. Hitastýringalausnin notar upplýsingar um íslenska veðurfarið og við tryggjum að hana megi nota við hliðina á öðrum lausnum frá okkur. 1 kerfi, 1 app, 1 viðmót.  

Samstarf

Þekking

Við gerum þetta ekki ein. Því er mikilvægt að hafa trausta samstarfsaðila sem hjálpa til við ráðleggingar á tækjavali og þekkja hugmyndafræðina okkar á bak við kerfin til að veita framúrskarandi þjónustu.

Góð kombó


Þegar góð hráefni koma saman er líklegt að útkoman verði góð. Við erum framúrskarandi kokkar og þekkjum hráefnin okkar vel og vitum hvernig er best að nota þau til að tryggja vellíðan. 

Motorlokar eru gjarnan notaðir fyrir gólfhitastýringar en einkennast að því að hafa stuttan líftíma. Með því að nota réttu motorlokana og nota þá rétt getum við hámarkað endinguna.

Glæsilegt mælaborð


Það er afar notalegt að vita að þú ert í góðum höndum en það er ennþá betra að geta fylgst með hita á heimilinu. Hver er nákvæmlega framrásarhitinn og hvert er hitatapið þegar hitinn er búinn að fara í gegnum allar slaufurnar? Er kannski hægt að stilla kerfið betur? Þarf ég kannski að grípa inn í tímabundið þegar ég kem kaldur heim? Erum við að fara í bústað um helgina og því ástæða til þess að lækka óskahitastigið heima á meðan með einföldum hætti? 

Góð hönnun er allt


Algengasta lausnin er ekki alltaf besta lausnin.  Gólfhitinn er með langan viðbragðstíma. Allt frá 3 til 24 klukktímum sem gerir það að verkum að hækkun á óskahitastiginu er að skila sér of seint. Í mörgum tilfellum er ein ríkisstilling ásættanleg þegar kerfið er vel stillt. Þá skiptir máli að taka veðurspána með í reikninginn og geta brugðist við fram í tíma og stillt hitastigið sem fer inn á gólfhitakerfið miðað við væntanlegt hitastig eftir 3, 6 eða 12 tíma eftir aðstæðum. Við skönnum allar veðurathugastöðvar frá veðurstofunni og ein af þeim er örugglega nálægt þínu heimili.

Why choose us ?

Exponent WordPress theme is insanely flexible and amazingly easy to use. This alone would be enough for a 5 star rating. On top of a great tool is even better customer support.

ROI
Risk
Satisfaction
Innkaupakarfa