0

How Can We Help?

Hvað er snjallheimili?

Þú ert hér:
< Allt efni

Við notumst mikið við “snjall”-orðið t.d. snjallsími, snjalltæki, snjallperur, snjallheimili, snjallúr og fleira í þeim dúr. Mikið og helst allt er snjallt í dag það bara einfaldlega selst betur. En skilgreining á snjallheimili er ekki enn staðlað og er oft óljóst hvað það þýðir nákvæmlega. Við getum ekki heldur svarað því en við höfum okkar eigin skilgreiningu:

“Snjallheimili einkennist af sjálfvirkni og gáfu til að auka notendagildi, öryggi, tíma- og orkusparnað og veitir upplýsingagjöf þegar þörf er á”.

Sjálfsstýringar

Markmiðið með snjallkerfum er að stjórna tækjum með sjálfsstýringum (automations) án aðkomu neytandans á heimilinu. Einungis með öflugum sjálfsstýringum er hægt að ná fram hagræðingu og þægindum. Sjálfsstýringar vita hvenær á að kveikja og slökkva ljósin eða hækka og lækka hitann í húsinu. Þannig nýtist orkan (raforka og hitaveita) sem best.

Til þess að geta nýtt sér alla möguleikana þarf gott net af skynjurum á heimilinu en sumar upplýsingar er hægt að nálgast beint af vefnum, t.d. þurfum við ekki útihitanema þar sem við höfum aðgang að vefsvæðum sem veita okkur þessar upplýsingar. Við ráðleggjum þér hvað þú þarft og hverju má sleppa.

Sjálfsstýringar eru sérstaklega hentugar fyrir húsnæði með ólíkum notendum (tíðum leigjendum eða starfsfólki).

Við notum sjálfsstýringar líka til að láta þig vita ef þú þarft að skipta um rafhlöðu eða ef einhver skynjari er hugsanlega ekki í lagi.

Snjallheimili vs. hússtjórnunarkerfi

Hússtjórnunarkerfi hafa sömu eiginleika og snjallkerfi og mætti þess vegna eflaust flokka sem kerfi fyrir snjallheimili. Hússtjórnarkerfi tengja tækin saman með vírum. Það tryggir að tækin detta ekki út ef batteríin klárast eða þráðlausa sambandið gefur sig. Þannig eru hússtjórnunarkerfi mjög trygg og áreiðanleg. Ókosturinn er hins vegar sá að hússtjórnunarkerfi eru mjög dýr í uppbyggingu innviða (lágspennukerfi samhliða háspennukerfi) og tækin eru yfirleitt miklu dýrari en sambærileg snjalltæki. 

Snjallkerfi byggja á snúrulausri samskiptatækni (t.d WiFi, ZIgbee eða Zwave) og er raforkugjafinn batterí. Nútíma samskiptatækni á borð við Zigbee eða Zwave eru hönnuð til þess að nota litla orku. Þess vegna hentar snjallkerfi einstaklega vel til heimila með litlum sambærilegum kostnaði. Stærsti ókosturinn við snjallkerfin er að tækin nota mismunandi samskiptatækni og erfitt er að segja til um hvaða tækni muni vera leiðandi í framtíðinni. Jafnvel munu fleiri samskiptatækni bætast við í hópinn og jafnvel einhver ekki lifa af. 

Villta vestrið

Snjallheimurinn í dag einkennist af miklu flækjustigi, miklu framboði og flestir framleiðendur bjóða upp á eyjulausnir sérsniðnar að ákveðnum þörfum. Þannig er t.d. öryggiskerfi ekki í stakk búið að stjórna ljósum eða stýra hitanum og öfugt. Til að ná utan um allt þarf að innleiða mörg mismunandi kerfi og búnað sem tala oftast ekki saman.

Hvað ber framtíðin í för með sér

Erfitt er að spá um framtíðina almennt og sennilega ennþá erfiðara í snjallheiminum. Eitt er þó víst að þróun sem þegar er hafin er komin til að vera. Tækin sem eru hönnuð og framleidd í dag eru í auknum mæli með opna gátt svo að allar upplýsingar úr tækjum eru aðgengilegar í gegnum einhvers konar app. Þannig getum við fylgst með og stýrt tækjunum hvenær og hvar sem er. 

En svo er líka víst að þróun í AI (artificial Intelligence) og ML (machine learning) mun halda áfram. Fleiri og fleiri tæki munu nýta sér þessa aðferðafræði til að auka möguleikana á sjálfsstýringum til að auka þægindi, öryggi og sparnað á efni og orku.

Tæknin sjálf er í meira mæli með þráðlaus samskipti. Samræmingarhæfni er eitt stærsta vandamál sem og fjöldi samskiptatækna. Þróun á rafhlöðum breytist hratt. Geymslupláss á rafhlöðum er að stóraukast, sem eykur áreiðanleika. Mikið af snjalltækjum eru nú þegar drifin af rafhlöðu sem gerir uppsetningu og endurbætur auðveldari.

Vistun gagna er að færast í Cloud. 

Tækin verða raddstýrð. Sú þróun er líka komin til að vera. Stærsti ávinningurinn í því samhengi er að ekki er lengur nauðsynlegt að eiga við flókið tækjaviðmót. Nú þegar er auðvelt að kveikja og slökkva á ljósum eða athuga hita í svefnherbergjum. 

Sífellt fleiri framleiðendur á vörum og þjónustu reyna að nýta sér tækniþróunina og streyma á markaðinn á ógnarhraða sem gerir nánast ómögulegt að fylgjast með öllum nýjustu vörunum.

Tölvurisar á borð við Google, Apple og Amazon eru mest áberandi á þessu sviði og munu þeir drífa þróunina áfram næsta áratuginn að minnsta kosti. 

Þríeykið

Ef við viljum skilja hvernig snjallheimilið virkar þá er gott að hafa þríeykið í huga. En í grunninn byggir snjallheimili á sömu aðferðafræði og er notuð í öllum verksmiðjum út um allan heim og til þess þarf þrjá aðila:

  1. Tilkynningaraðilinn. Tilkynningaraðilinn mælir og tilkynnir ákveðna stöðu sem hann er búinn að mæla (t.d. hitamælir, hreyfiskynjari o.þ.h.). Tilkynningaraðili getur líka verið aðili sem segir okkur hvenær sólin sest, hvenær strætó fer eða hvenær ég á næsta fund með sálfræðingnum mínum.
    Tilkynningaraðilar eru afar fjölmennir á snjallheimilum.
  2. Framkvæmdaaðilinn. Framkvæmdaaðilinn sér um að framkvæma ákveðinn hlut, t.d. að kveikja og slökkva ljósið, skrúfa frá eða fyrir hitann, taka upp í myndavélinni eða senda  skilaboð þegar konan hefur lagt af stað úr vinnunni.
    Framkvæmdaaðilar eru afar fjölmennir á snjallheimilum.
  3. Stjórnandinn. Stjórnandi ræður. Hann ræður hvenær kveikt verður á ljósinu og í hvaða lit og styrkleika ljósið á að kveikjast (ef framkvæmdaaðilinn sér um það), hversu lengi verður skrúfað frá hitanum o.s.frv. Framkvæmdaaðilinn setur sér verklagsreglur og fylgir þeim, þ.e.a.s. hann ákveður á grundvelli upplýsinganna sem hann hefur fengið frá tilkynningaraðilanum. Framkvæmdaaðilinn er alltaf virkur. Hann tekur stanslaust á móti upplýsingum, veltir þeim fyrir sér og sendir skipanir á framkvæmdaaðilann.

Á snjallheimili þurfa allir þrír aðilar að vera til staðar. Eftir hugmyndafræði okkar má bara vera einn framkvæmdaaðili til staðar. Við vitum alveg að það fer illa ef fleiri en einn aðili ræður yfir heimilinu. Auðvitað getum við ákveðið að annar sér um eldamennskuna og hinn um viðhaldið á heimilinu en aðalmálið er að aðilarnir tali saman. Stundum getur tilkynningaraðilinn talað beint við framkvæmdaaðilann en það gæti skapað ógagnsæi og fer gegn verklagsreglum okkar.

Snjallheimilið virkar bara sem skyldi með þríeykinu. En það sýnir líka hvar snjallheimilið hefur sinn veikleika. Ef einn aðili dettur út þá er einhver bilun í gangi  og þá þarf að hafa samband við okkur. Sérstaklega alvarlegt er þegar stjórnandinn dettur út en þá liggur allt snjallheimilið niðri. Ef aðeins tilkynningar- eða framkvæmdaaðilar detta út þá liggur viðkomandi framleiðslulína niðri. 

Innihald
Innkaupakarfa