0

How Can We Help?

Hvernig virkar snjallheimilið?

Þú ert hér:
< Allt efni

Þríeykið

Ef við viljum skilja hvernig snjallheimilið virkar þá er gott að hafa þríeykið í huga. En í grunni byggir snjallheimili á sömu aðferðafræði og er notuð í öllum verksmiðjum út um allan heim og til þess þarf þrenna aðila:

  1. Tilkynningaraðilinn. Tilkynningaraðilinn mælir og tilkynnir ákveðna stöðu sem hann er búinn að mæla (t.d. hitamælir, hreyfiskynjari o.þ.h.). Tilkynningaraðili getur líka verið aðili sem segir okkur hvenær sólin sest, hvenær strætó fer eða hvenær ég á næsta fund með sálfræðingnum mínum.
    Tilkynningaraðilar eru afar fjölmennir á snjallheimilum.
  2. Framkvæmdaraðilinn. Framkvæmdaraðilinn sér um að framkvæma ákveðinn hlut. T.d. að kveikja og slökkva ljósið, skrúfa frá eða fyrir hitann, taka upp í myndavélinni eða senda mér skilaboð þegar konan mín hefur lagt af stað úr vinnunni.
    Framkvæmdaraðilar eru afar fjölmennir á snjallheimilum.
  3. Stjórnandinn. Stjórnandi ræður. Hann ræður hvenær kveikt verður á ljósinu og í hvaða lit og styrkleika ljósið á kveikjast á (ef framkvæmdaraðilinn sé fær um það), hversu lengi verður skrúfað frá hitanum o.s.frv. Framkvæmdaraðilinn setur sér verklagsreglur og fylgir þeim. Þ.e.a.s. hann ákveður á grundvelli upplýsinganna sem hann hefur fengið frá tilkynningaraðilanum. Framkvæmdaraðilinn er alltaf virkur. Hann tekur stanslaust á móti upplýsingum, veltir þeim fyrir sér og sendir skipanir á framkvæmdaraðilann.

Á snjallheimili þurfa allir 3 aðilar að vera til staðar. Eftir hugmyndafræði okkar má bara vera einn framkvæmdaraðili til staðar. Við vitum alveg að það fer illa ef fleiri en einn aðili ræður yfir heimilinu. En auðvitað getum við ákveðið að annar sér um eldamennskuna og hinn um viðhaldið á heimilinu en aðalmálið er að aðilarnir tali saman. Stundum getur tilkynningaraðilinn talað beint við framkvæmdaraðilann en það gæti skapað ógagnsæi og fer gegn verklagsreglum okkar.

Snjallheimilið virkar bara sem skyldi með þríeykinu. En það sýnir líka hvar snjallheimilið hefur sinn veikleika. Ef einn aðili dettur út þá er einhver bilun í gangi  og þá þarf að hafa samband við okkur. Sérstaklega alvarlegt er þegar stjórnandinn dettur út en þá liggur allt snjallheimilið niðri. Ef aðeins tilkynningar- eða framkvæmdaraðilar detta út þá liggur viðkomandi framleiðslulína niðri. 

Innihald
Innkaupakarfa