0

How Can We Help?

Zwave vs. Zigbee

Þú ert hér:
< Allt efni

Margir sem byrja í snjallheiminum standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun um hvaða samskiptatæki þeir eiga að nota. Enda kostar alltaf sitt að byggja upp öflugt og áreiðanlegt net af viðkomandi samskiptatækni. Þar er aðallega hægt að nefna Zwave, Zigbee og WiFi. Zwave og Zigbee eru hönnuð til þess að geta talað saman við hvert annað og áframsenda boð á næsta aðila. Hér þarf samt að gera greinarmun á tækjum sem eru með rafhlöðu sem orkugjafa eða á þeim tækjum sem ganga með fastri tengingu (há- eða lágspenna). Tækin sem eru fast tengd við raforkunet heimilisins eru í stakk búin að áframsenda samskiptaboðin en tækin drifin af rafhlöðum ekki. Það þarf að hafa í huga og þess vegna er mikilvægt að gera ráð fyrir tækjum sem eru að endurvarpa samskiptamerkinu.

Það er mikið deilt um það hvað menn eiga að nota og það er vissulega ekki ein aðferð rétt í þessu. Við hjá Snjallingi höfum hins vegar tekið ákvörðun um að styðjast við Zigbee tæknina frekar en Zwave. Ástæðurnar fyrir því eru:

  1. Zigbee tæknin er yfirleitt miklu ódýrari. Sérstaklega Zigbee skynjararnir kosta brot af sambærilegum Zwave skynjara. Þar sem við elskum skynjara og viljum helst hafa fullt af þeim svo að við getum sjálfsstýrt heimilinu okkar sem allra best getur verðmunurinn hlaupið auðveldlega upp í tugþúsundir ef á að snjallvæða allt heimilið.
  2. Í okkar prófunum gátum við ekki sagt hvaða samskiptatækni er áreiðanlegri. Tækin af báðum gerðum geta dottið út ef samskiptanetið er ekki nógu þétt.
  3. Það má alltaf rífast um útlit. En ef eitthvað er myndum við segja að Zwave tækin séu fallegri. En aftur á móti eru tækin orðin svo lítil að maður tekur varla eftir þeim og það er ekki hægt að segja að Zigbee tækin séu ljót(ari).
  4. Flestir þekktir ljósaperuframleiðendur (Philipps, Osram, Innr, IKEA) eru að styðjast við Zigbee og þjóna þar með betur þessum tilgangi að vera endurvarpari á samskiptaboðum. 
  5. Zigbee er að notast við tíðni á bylgulengd 2,4GHz og getur það skapað vandamál við netbeininn sem sendir yfirleitt út á sömu tíðni. Þess vegna er mikilvægt að stilla Zigbee controllerinn og netbeininn á mismunandi rásir. En við höldum að þetta vandamál muni hverfa með því að þráðlausa netið fer í auknum mæli yfir á 5GHz tíðni sem getur flutt miklu meira gagnamagn.
    Vandamálið með Zwave er hins vegar að það notar mismunandi bylgjulengd eftir því hvar tækið er keypt (mismunandi leyfi eftir löndum) og þess vegna skal vara við tækjum sem eru keypt fyrir utan Evrópu.
  6. Zwave hefur vissulega betri drægni en það er einnig frekar takmarkað. En þessi aukna drægni felur líka í sér að orkunotkunin er meiri. Batteríin í þeim skynjurum eru yfirleitt stærri og dýrari.
  7. Zwave býður vissulega upp á fleiri mögulega (fleiri stillingar) en við erum ekki á því að það skapi einhver aukagildi. Zigbee tækin sem við höfum prófað þjóna tilgangi sínum fullkomlega.
  8. Ef má marka áform Google (Google home, Google NEST), Apple (Homekit), Amazon (Echo, Ring) um að slást í hóp við ZigBee aliance erum við ansi hræddir um að Zigbee muni taka yfir og Zwave deyi út (sjá nánar hér).
Innihald
Innkaupakarfa