How Can We Help?

Sjálfvirkni útskýrð

Þú ert hér:
< Allt efni

Sjálvirknin er það sem gerir gerir hússtjórnunarkerfi að snjallkerfi og er því lykilinn og mælikvarði fyrir öflugt hússtjórnunarkerfi. Home Assistant er án efa með víðtækustu verkfæriskistuna þegar það kemur að því að hanna og setja upp sjálfvirknisreglur. Sjálfvirknin hjálpar okkur að stýra hitanum og ljósunum og sendir okkur tilkyningar þegar eitthvað fer úrskeiðis á heimilinu. Það má finna sjálfvirkni undir „Stillingar->Sjálfvirkni“.

Sjálvirkni eða sjálfvirknisreglur geta verið allt frá því að vera einfaldar upp í það að vera mjög flóknar og getur fjöldi sjálfvirknisreglna farið úr nokkrum upp í nokkur hundruð. Það er auðvelt að búa til einfaldar reglur sem láta t.d. ljósið kveikna eða slökkva ef einhver hreyfiskynjari er að gera vart við sig en sjálfvirknisreglurnar geta verið afar snúnar og erfiðar að framkvæma. Þetta krefst bæði mikillar þjálfunar og reynslu en internetið og community eru bestu vinir manns og oftast fær maður góðar ráðleggingar ef maður kemur á framfæri hver tilgangur sjálfvirknisreglunnar er.

Hverri sjálvirknisreglu er skipt upp í 3-4 hluti (eftir því hvernig lítið er á).

  1. Skilgreining. Skilgreina þarf hvað sjálfvirknisreglan er áætluð til. Góð skýring og að gefa rétt og skýr heiti er lykill að farsælli skilvirknireglu svo auðvelt sé að finna regluna síðar og átta sig á því hvað reglan á að gera.
    Í skilgreiningunni þarf líka að gefa upp haminn. T.d. ef útfærslan á sjálfvirknisreglunni tekur ákveðna lengt og hún er ekki búin að framkvæma allt en er samt aftur komið skipun að virkja henni. Hvað á þá að gera?
  2. Kveikjur. Skilgreina hvenænær sjálfvirknisreglan er „kveikt á“ eða hlaupið af stað. Það getur ein eða fleiri. Kveikjan/kveikjur er nauðsynlegur hluti af öllum sjálfvirknisreglum.
  3. Skilyrði. Skilyrði kemur efir að sjálvirknisreglan hefur verið sett af stað og athugar hvort skilyrðið er gefið. T.d. kveikja bara á ljósinu ef mælt birtustig er fyrir neðan 30 lux. Skilyrði er valkvæður hluti af öllum sjálfvirknisreglum.
  4. Aðgerðir. Nú þegar sjálfvirknisreglan er kveikt og skilyrðin eru rétt þá er tími kominn til að framkvæma eitthvað. Þetta getur verið allt frá einni aðgerð að mörgum aðgerðum. Það er alltaf nauðsynlegt að skilgreina a.m.k. eina aðgerð sem á að framkvæma.

Innihald