0

How Can We Help?

Ofnastillir

Þú ert hér:
< Allt efni

Danfoss ofna hitastillir

Danfoss hefur gefið út nýja kynslóð af ofnastillum, haustið 2020, sem ganga fyrir Zigbee samskiptakerfinu. Þar með er komin góður og einfaldur möguleiki að samþætta Danfoss ofnastilli við hússtjórnunarkerfi þar sem þau notast flest við Zigbee samskiptakerfi.

Tengja ofna stilli við Home Assistant

Að tengja Danfoss ofnastillinn við Home Assistant er einfalt og í grunninn lítið mál. Við förum samt aðeins lengri leið til þess að hægt verði að fylgjast með stöðubreytingum.

Til þess að bæta Danfoss ofna stillinum við þarf einfaldlega að kveikja á honum og þá er ofna stillinn kominn í “pairing mode”. Í Home Assistant stillum við Zigbee stjórntækið á leitar stillingu til að finna og tengja ofna stillinn í kerfið. Þegar allt hefur gengið samkvæmt áætlun ættum við að sjá tvær viðbótareiningar í hússtjórnunarkerfi okkar.

Ein eining er fyrir ofna stillinn sjálfan og önnur eining er fyrir rafhlöðuskynjarann. Í Home Assistant tilheyrir ofna stillirinn klasanum (domain) “climate”. Sem gerir okkur kleift að framkalla allskonar aðgerðir sérsniðnar fyrir “climate” klasann. “Climate” klasinn er almennt hugsaður til að stýra hitunar- og kælingarkerfi. Þar sem við búum á Íslandi þá þurfum við enn sem komið er aðallega að hugsa um að hita frekar en að kæla. Ef við förum inn í Þróunarverkfæri -> Stöður og síum eftir “climate” þá getum við skoðað allar frekari upplýsingar um ofna stillinn okkar.

Þarna sjáum við að ofna stillirinn er einungis áætlaður til að hita (“hvac_mode” = heat) og það eina sem við getum í raun geta gert er að stilla óskahitastigið (“temperature”).

Hvernig virkar ofnastillir

Ofnastillirinn er lás í sinni einfaldustu mynd. Ofnastillirinn mælir alltaf hitastigið u.þ.b. 20 cm frá sér. Hitastigið er skilgreint og vistað sem “current_temperature”. Lásinn er opinn þegar hitastigið er lægra en óskahitastigið og á sama hátt er lásinn lokaður þegar hitastigið er jafn hátt eða hærra en óskahitastigið. Hafa skal þetta í huga því það hjálpar okkur að átta okkur á því hvernig við getum hleypt hita inn á ofninn. Ofninn hitnar þegar lásinn er opinn.  Það eina sem við þurfum að gera er að setja óskahitastigið hærra en raun hitastigið. Það þýðir líka við getum ekki bara smellt á einhvern “on” takka. Allt stýrist í gegnum skilgreint óskahitastigið.

Aukaskyjnarar

Þegar ofna stillirinn er kominn inn í Home Assistant í gegnum Zigbee stjórntækið fylgir svokallað “attributes” eða eiginleiki hverju tæki. Í okkar tilfelli með ofna stillinn sjáum við t.d. eiginleika á borð við lágmarkshita “min_temp”, hámarkshita “max_temp” og svo framvegis.  Allt er þetta gott og gilt en vandamálið er að ég hef bara aðgang að þessum eiginleikum eins og þær eru á hverjum tíma fyrir sig. Þ.e.a.s. ég get ekki séð stöðuna hvernig hún var t.d. í gær eða hvernig hitastigið hefur þróast síðasta sólarhringinn til dæmis. Þessar upplýsingar eru mjög hagnýttar og hjálpa okkur að greina í sögunni og hámarka afköst ofnastillsins. Með Home Assistant er auðvelt að búa til auka skyjnara og þannig með getum við fylgst með stöðu og þróun hitastigsins.

Til þess notum við eiginleika á ofnastillinum hér að ofan og skilgreinum nokkrar skynjarar. Í stillingaskránni okkar (configuration.yaml) skilgreinum við undir “sensors:”

- platform: template
 sensors:
  thermostat_bath_temperature_goal:
   value_template: '{{ states.climate.thermostat_bath.attributes.temperature }}'
   device_class: temperature
  thermostat_bath_temperature_current:
   value_template: '{{ states.climate.thermostat_bath.attributes.current_temperature }}'
   device_class: temperature
  thermostat_bath_state:
   value_template: '{{ states.climate.thermostat_bath.attributes.hvac_action }}'
   #device_class: temperature

Þá erum við komin með þrjá auka skynjara.  Einn til að segja okkur til þegar kveikt eða slökkt er á  ofna stillinum (“thermostat_bath_state”), einn til vista sögu um mælda hitastigið (“thermostat_bath_temperature_current”) og annann til að sýna okkur sögu um óskahitastigið (“thermostat_bath_temperature_goal”).

Núna getum við leikið okkur með skjáborðið okkar og varpað þessum upplýsingum með ýmsum hætti á skjáborðið okkar.

Fyrst dæmið sýnir mælt hitastig á “history card“. Fyrir næstu tvö dæmin er notað “eininga” spjaldið.  Í neðstu  línu er viðbót við eininga spjaldið sem kallast “multiple entity row” og má setja upp í gegnum HACS viðbótinn. Með þessu móti getum við sýnt allar nauðsýnlegar upplýsingar tengdar snjalltækinu okkar í einni línu.

Sjálfvirka hitastýringuna

Þegar allt er sett upp í Home Assistant þá getum við loksins að gert okkar hitunar reglur. Aðal Markmiðið er að möguleikarnir eru endalausir. Í flestum tilfellum ættu tvær sjálfsstýringar reglur að duga. Ein til að tryggja hitun og aðra til að slökkva á hitun. Til að tryggja hverja reglu fyrir sig má notast við tímamynstur eða hitastigið út frá öðrum hitanema herbergisins. Það getur verið skynsamlegt þar sem hitastigið á öðrum stað gætir verið annað en ofna stillirinn er að mæla.

Til þess að hækka eða lækka hitann notum við þjónustuna “climate.set_temperature”. Þá þurfum bara að skilgreina ofna stillinn (“entity_id”) og óskahitastigið (“temperature”). Dæmi má sjá hér fyrir neðan.

Svo að við þurfum ekki að gera þetta fyrir hvern og einn ofnastillir getur verið ráð að hópa suma ofnastilla saman. Það er hægt að gera með því  að skilgreina undir “group:” hlutann í stillinga skránni. Dæmi/skjölun um það má finna hér.

Innihald
Innkaupakarfa