0

How Can We Help?

Home Assistant

Þú ert hér:
< Allt efni

Hvað er Home Assistant

Home Assistant er hugbúnaður gerður til að stjórna snjalltækjum og má því kallast hússtjórnunarkerfi. Snjalltæki í því samhengi eru rafmagns- eða rafhlöðuknúin tæki eða skynjarar sem gefa frá sér stafrænt merki um stöðu þess og/eða má stjórna í gegnum stafræn merki.

Home Assistant er frjáls hugbúnaður (open source) sem má nota, dreifa og aðlaga án þess að borga leyfisgjöld af einhverju tagi. Það eru fleiri hundruð manns út um allan heim sem leggja sinn frítíma í að þróa og viðhalda hugbúnaðinum. Markmið Home Assistant er að sameina snjalllausnir frá ýmsum framleiðundum með það að markmiði að hægt sé að stjórna öllum snjalltækjum í gegnum eitt “app”.

Home Assistant er ekki hægt að setja upp á hvaða vélbúnað sem er. Hinsvegar er hægt að setja það upp á hvaða tölvu sem er. Það hefur þann kost að hægt er að stjórna hversu “öflugt” undirlagið (tölvubúnaðurinn) er eða þarf að vera til að ráða við snjalltækin þín. Það gerir líka “auðveldara” að uppfæra vélbúnaðinn. Flestir notendur keyra Home Assistant á RaspberryPi smátölvu sem má koma fyrir nánast hvar sem er, er mjög öflug og afar hagstæð (u.þ.b. 20.000kr.).

Önnur hússtjórnunarkerfi (Fibaro, Hubitat, Homey o.s.frv.) koma samanpökkuð (vélbúnaðurinn og hugbúnaðurinn) og þarf að skipta út í heilu lagi fyrir nýja “kynslóð” með tilheyrandi kostnaði og vinnu við að koma snjalltækjunum í nýtt umhverfi.

Þar sem ekki er hægt að kaupa Home Assistant “út í búð” sem tilbúna vöru hefur fyrirtækið Snjallingur orðið til. Snjallingur sérhæfir sig í sölu og þjónustu á heildarsnjalllausnum byggðum á Home Assistant hússtjórnunarkerfinu. Snjallingur stjórnstöðin er grunnurinn að góðu snjallheimili með öllu sem þú þarft í dag og fyrir framtíðina.

Home Assistant er vinsælasta hússtjórnunarkerfi í heimi. Árangur Home Assistant er byggður á fjölhæfum tengimöguleikum þess við þúsundir af snjallkerfum, áreiðanleika hugbúnaðarins og góðs notandaviðmóts. Hjarta Home Assistant er “sjálfvirknisvél”. Það gerir heimilið snjallara og Home Assistant býður upp á margfalt fleiri valmöguleika en t.d. HomeKit frá Apple eða Google Home frá Google.

Punkturinn yfir i-ið er stjórnborðið sem hægt er að töfra fram með Home Assistant. Stjórnborðin eru bæði ótrúlega flott og skemmtileg og tilvalin til að stjórna öllu sem við kemur snjallheimilinu þínu.

Ókostur (ef það má kalla það það) er hversu öflugt Home Assistant hússtjórnarkerfið er. Öflugt þýðir oftast nær flókið. Það má búast við að það fari tugir tíma í að koma snjallheimilinu á þann stað sem maður vill hafa það. Við teljum samt að hér eru ekki fleiri flækjustig en í HomeKit, Google Home eða öðrum snjöllum hússtjórnunarkerfum. Við hjá Snjallingi höfum það markmið að minnka flækjustigið og beina fólki á rétta braut. Við erum með reynslu, vitum hvað virkar, hvað virkar ekki og hvað er vert að skoða. Ef þér líkar við það sem Home Assistant hefur upp á bjóða en veist ekki hvert þú átt að snúa þér að þá erum við alltaf tilbúin að aðstoða þig.

Ein önnur ástæða fyrir vinsældum Home Assistant er sú staðreynd að hugbúnaðurinn virkar 100% “innanhús”. Það þýðir að þú þarft ekki á neinni skýjaþjónu (e. cloudservice) að halda (ekki frekar en þú vilt auðvitað). Það skilar sér í mun betri svartíma, auknu öryggi og því að hússtjórnunarkerfið virkar þrátt fyrir að nettengingin liggi niðri.

Innihald
Innkaupakarfa