How Can We Help?
Vöruúrvalið
Í vöruhúsinu okkar finnur þú gott úrval af tækjum fyrir heimili og fyrirtæki. Vöruúrvalið er mikið og er markmiðið að vera með minnst eina tegund í hverjum vöruflokki fyrir sig. Við erum ekki háð neinum ákveðnum framleiðsluaðilum og er vöruúrvalið aðallega háð því að tækin standist kröfur okkar um áreiðanleika, skilvirkni og hagkvæmni. Við þjónustum allar vörur sem við bjóðum upp á. Við setjum þær upp sé þess óskað og endurgreiðum vöruverðið ef tækin eru gölluð eða virka ekki sem skyldi. Í viskubrunninum vísum við á aðrar vörur og hvar hægt er að kaupa þær.
Ef þú finnur ákveðna vöru ekki hjá okkur þá einfaldlega þarftu ekki á henni að halda.
Öll tækin sem við bjóðum upp á styðjast við WiFi, Zigbee eða Zwave samskiptatæknina. Þessi samskiptatækni er leiðandi á snjallmarkaðnum í dag. Hafa þarf í huga að öll samskiptatækni þarf öflugt net til að virka vel og tryggja verður að tækin detti ekki út.
Allar vörur sem við bjóðum upp á eru með opna samskiptafleti. Það þýðir að stjórnstöðin getur talað við viðkomandi tæki í gegnum alhliða “device handler” fyrir viðkomandi samskiptatækni án þess að þurfa að tengjast utanaðkomandi skýjaþjónustu.
Við sendum vörur okkar ýmist í gegnum snjallbox frá Póstinum á höfuðborgarsvæðinu eða beint heim til þín.
Eitt kerfi sem stjórnar öllum
Lausnirnar okkar byggja á snjallkerfi sem gengur undir vörumerkinu Snjallingur sem byggir á frjálsum hugbúnaði (Homeassistant), keyrir á lítilli tölvu (Raspberry Pi) og notar einungis tæki sem eru með opinni gátt. Hægt er að tengja fleiri tæki við gáttina og samþætta núverandi tæki án þess að tengja þau í gegnum skýjalausn. Með því er hægt að byggja upp öflugt snjallkerfi sem er auðvelt að stækka með tímanum og dreifa þar með innleiðingarkostnaði. Snjalling er auðvelt að uppfæra og viðhalda.
Snjalling er hægt að sníða að þörfum hvers og eins og hann býr yfir fjölmörgum kostum sem núverandi kerfi eins og Apple HomeKit, Google Home eða önnur minna þekkt kerfi eins og SmartThings (Samsung) eða Homee búa yfir. Öll þessi síðarnefndu kerfi hafa þann ókost að þau virka bara með ákveðnum tækjum. Það þarf að hafa í huga þegar kemur að því að kaupa eða bæta við fleiri tækjum. Auk þess hafa þessi kerfi takmarkaða getu til þess að setja upp reglur fyrir sjálfsstýringu og eru ekki heldur í stakk búin til að geyma notendasögu (history) af snjalltækjunum.
Snjallingur tekur í burtu þennan valkvíða og getur talað við (nánast) öll tæki sem bjóða upp á opna gátt og tengjast ekki í gegnum Skýjaþjónustu (Cloud). Snjallingur hefur ótakmarkaða möguleika til að búa til sjálfsstýringarreglur (automations) og getur einnig nýtt aðrar vefþjónustur (færð, veðrið, dagatal, skilaboð) fyrir sjálfsstýringar og tilkynningar.