0

How Can We Help?

Bæta við Zigbee snjalltæki

Þú ert hér:
< Allt efni

Zigbee samþætting gerir okkur kleift að tengja snjalltækin sem ganga fyrir Zigbee samskiptatækni við Home Assistant hússtjórnunarkerfið. Það er orðið mikið úrval af Zigbee snjalltækjum. Zigbee snjalltæki eru sérstaklega áreiðanleg með gott úrval af skynjurum, ljósum og fjarstýringum.

Öll Zigbee snjalltæki eru tengt við Home Assistant með því að smella á Zigbee samþættinguna (Stillingar->Samþættingar->Zigbee Home Automation).

Zigbee snjalltæki yfirlit

Til að bæta við nýju Zigbee snjalltæki er smellt á “Add device” niðri í hægra horninu. Þá byrjar Home Assistant að leita að nýjum tækjum.

Bæta við Zigbee snjalltæki

Til þess að bæta snjalltæki við þarf að fara eftir leiðbeinigum á snjalltækinu. Það þarf alltaf að setja það í “leitarstöðu” fyrir Zigbee stjórntækið okkar til að finnast og parast við Home Assistant. Einnig þarf snjalltækið að vera mjög nálægt loftnetinu/stjórntækinu. Gott ráð er að kveikja á “show logs” í efri hægra horni til að sjá ef einhver villuskilaboð eru að birtast á meðan tenging stendur yfir (u.þ.b. í 120-180 sekúndur í senn). Það getur verið erfitt að tengjast og þarf stundum að koma með þolinmæði með sér og reyna aftur og aftur. Ef snjalltækið fannst kemur tilkynning á skjáinn.

Zigbee snjalltækið hefur bæst við

Þá er best að venja sig á því að endurnefna fundið tæki og allar einingar sem fylgir tækinu því að það getur verið ansi erfitt að gera þetta eftir á, sérstaklega ef búið er að bæta mörgum tækjum við.

Endurnefna Zigbee snjalltæki

Það er alveg nauðsynlegt í því samhengi að nefna snjalltækin sín eftir ákveðnum reglum og halda sig við það. Það gerir það auðveldara seinna að finna snjalltækið t.d. í skjáborðum eða í sjálfvirknisreglum.

Innihald
Innkaupakarfa