0

How Can We Help?

Sunricher

Þú ert hér:
< Allt efni

Sunricher er með risaúrval af snjalltækum fyrir ljósastýringar. Þar á meðal ljósdeyfa, spennubreyta og stjórnborð sem ganga inn í venjulegar rafmagnsdósir. Flest snjalltæki frá Sunricher eru byggð fyrir mismunandi samskiptamáta sem eru notaðir í snjallheiminum (Zigbee, Zwave og RF). Sunricher vörur eru einstaklegar vandaðar og eru að standast kröfur helstu öryggisstaðla (RoHS og CE).

Við höfum oft rætt um stuðning ákveðinna samskiptastaðla og við hjá Snjallingi trúum að Zigbee staðallinn muni standa uppi sem sigurvegari til langs tíma. Þess vegna erum við að einbeita okkur að snjalltækjum frá Sunricher sem eru að styðja Zigbee staðallinn. Öll tækin frá Sunricher bera merkið “Zigbee 3.0 certified” sem tryggja að tækin eru nothæf við flestar stjórnstöðvar og Zigbee stjórntæki. “Zigbee 3.0 certified” merkið tryggir einnig að tækið getur vel þjónað sem endursendir á Zigbee merkinu og þar með útvíkkað tiltæka svæðið á Zigbee merkinu.

Veggstjórnstöðvar

Sunricher er að bjóða upp á fjölda stjórnstöðva sem má setja í stað venjulegra rafmagnsdósa. Stjórnstöðvarnar eru til sem einstakt “spjald” (utanmál 80x80mm) með snertiskjá en einnig með þrýstirofa fyrir einingar í rafmagnskerfi sem passar fyrir helstu rafmagnskerfi eins og Jung, Gira eða Bosch (utanmál 53x53mm). Allar þessar stjórnstöðvar hafa það sameiginlegt að ganga fyrir Zigbee samskiptakerfi og geta því auðveldlega tengst við hússtjórnunarkerfi.

Sýnishorn af Sunricher veggstjórnunarstöð með snertiskjá

Annar kostur við Sunricher stjórnstöðina er að hún getur líka þjónað sem Zigbee stjórntæki. Þannig getum við tengt upp í 30 ljós án þess að nota auka stjórnstöð!

Touchlink

Sunricher veggstjórnstöðvarnar eru líka að styðja svokallaða “Touchlink” tækni. Þannig að það er hægt að beintengja veggstjórnstöðina við snjallar ljósaperur sem eru að styðjast við Zigbee samskiptatækni (IKEA, Hue, Innr eða sambærilegt).

Til þess þarf að:

  1. velja númerið sem peran á að tengjast (1-4)
  2. vera viss um að pera og veggstjórnstöðin eru innan við 10 sm
  3. ýta á og halda “kveikjutakkann” (miðjutakkinn) þangað til að bláljósið kviknar
  4. ýta svo strax á “S2” takkann

Ef allt gengur vel er ljósaperan núna tengd stjórnstöðinni og þú getur kveikt/slökkt á perunni með því að halda “númera” takkanum inni (sem þú valdir í 1. skrefi og stjórnað birtustiginu með “hringnum”.

Zigbee viðburðastjórnun

Ef við bætum veggstjórnstöðinni við hússtjórnarkerfi á borð við Home Assistant þá mun Home Assistant “þekkja” veggstjórnstöðina okkar.

Eins og við sjáum er ekkert tæki tengt við veggstjórnstöðina okkar. Þannig að við getum ekki með einföldum hætti tengt “takkana” okkar við ákveðið ljós eða önnur tæki. En svipað og IKEA fjarstýringin notum við Zigbee viðburðastjórn til að segja til hvað veggstöðin á að gera ef við ýtum á ákveðna “takka”. Við förum í þróunarverkfæri->viðburðir og “hlustum” eftir Zigbee viðburðum með því að slá inn zha_event og smella á “start listening”.

Í hvert sinn sem við ýtum núna á einhvern “takka” þá sjáum við að eitthvað er að “gerast”. Hver “atburður” er sérstaklega skilgreindur og skilar af sér textaskrá sem við getum seinna notað til að vita hvaða aðgerð var valin og notað það til að gera hvað sem er t.d kveikja ljós, opna bílskúrshurðina eða kveikja á útvarpsstöð!

Í textaskránni eru nokkur áberandi atriði:

  1. device_ieee. Það er skilgreining um tækið sem hefur sent frá sér merki og það einkennir veggstöðina okkar.
  2. endpoint_id. Það einkennir hvaða “takki” er “lifandi”.
  3. command. Er vísbending um hvaða “aðgerð” var valin. Það getur verið eitthvað af þessum gildum:
    on -> kveikir á virku ljósi
    off -> slekkur virka ljósið
    move_to_levle_with_on_off -> dimmir virka ljósið
    recall -> sena valin (S1-S4).
  4. Eftir því hvaða aðgerð var valin hér að ofan þá birtast auka gildi í args. Það getum við síðan notað til að t.d. láta kvikna á ljósinu í ákveðnu birtustigi.

Það sem við þurfum núna að gera er að búa til sjálfvirknisaðgerð(ir). Fyrir hvern viðburð þá getum við búið til eina sjálfvirknisaðgerð. Sem kveikju veljum við device_ieee okkar og skipunina (t.d. on).

Síðan í aðgerðakaflanum ákveðum við hvaða ljós við kveikjum á eftir því hvaða ljós er virkt. Hér notum við einfaldar “if-then” setningar.

Innihald
Innkaupakarfa