Orkueftirlit

Eftirlit með orkunotkuninni er sennilega eitt göfugasta markmið snjallvæðingarinnar. Hér leynast mörg tækifæri til hagræðingar á raforkunotkun. En einnig getum við fengið margskonar hagnýtar upplýsingar um notkun á raftækjum sem hjálpa okkur í rekstri heimila eða fyrirtækja. Ef við t.d. þurfum að vita hversu oft einhver raftæki er notað, hversu lengi í senn og á hvaða tíma dags eða vikunnar mesta álagið er.

Lærðu hvernig og sjáðu ávinninginn
Ávinningur

Ávinningur

Þegar við erum að snjallvæða þá verðum við alltaf að hafa markmiðið með því í huga en  verðum einnig að tryggja að gögnin sem við erum að safna eru skoðuð og unnið með þau á þann hátt að það gagnast okkur. Þetta lögmál á einnig við þegar kemur að orkueftirliti.

Virkt og gott orkueftirlit leiðir til orkusparnaðar og getur gefið okkar margar vísbendingar og mögulegar bilanir í raftækjum og getur komið í veg fyrir óæskilega notkun.

Orkuálagið

Orkuálagið gefur til kynna hversu aflmikið ákveðið raftæki er eða hversu mikið afl mælt í Wöttum raftækið þarf á hverjum tíma. Ef orkuálagið er meira en áætlað er getur það gefið vísbendingar um að raftækið virki ekki eðlilega og að það þurfi að skoða betur hvað veldur.

Orkunotkun

Orkunotkunin er í það mikilvægasta í orkueftirliti. Það sýnir uppsafnað orkuálag yfir tíma þ.e.a.s. hversu lengi  orkuálagið stendur yfir. Uppsafnað orkuálag yfir tíma er síðan raunorkan sem við þurftum til að nota raftækið. Orkunotkunin er oftast mælt í kilowattstundum (stytting kWh). Þessa einingu sjáum við einnig á raforkureikningunum okkar. Ef við getum lækkað orkunotkunina leiðir það þannig beint til lækkunar á  reikningunum okkar.

Hegðunarmunstur

Vanmetasta útkoman úr orkueftirlit er sennilega sú að við fáum upplýsingar um hegðun raftækjanna okkar. Hversu oft notum við ákveðið tæki? Þegar tækið er í notkun, hversu lengi notum við það í senn? Hver er nýtingin?  Þessar upplýsingar getum við síðan notað til að meta hver uppsafnaður sparnaðurinn gæti verið eða í hversu miklum gæðatækjum við ætlum að fjárfesta til að minnka viðhaldskostnaðinn.

Year Established
Products
Team Size
Clients

Verkfærið

Til að ná þessum ávinningum  þurfum við ákveðið verkfæri sem  gerir það sem við þurfum. Shelly1PM er stóri bróðir Shelly1 . Bæði tækin eru fyrirferðalítil svo það er hægt að koma þeim fyrir fyrir aftan rafmagnstengil.

Orkumælingar

Shelly1PM mælir bæði orkuálagið á hverjum tíma en heldur einnig utan um orkunotkun sem tengd rafmagnstæki hafa notað.

Metsölu snjalltæki

Shelly1 familían hefur slegið í gegn og er kannski mest sellda snjalltæki í heiminum og það væri ekki að ástæðulausu. Shelly1 snjalltækin eru með marga notkunarmöguleika, afar áreiðanleg og mjög hagstætt í verði.

Margir snertifletir

Shelly tækin eru með innbyggðan vefþjón þannig að hægt er að stjórna og stilla tækið í gegnum vefvafra. En Shelly kemur einnig með sitt eigið app en það sem við elskum mest er MQTT stuðningur svo að hægt sé að lesa úr gögnunum og senda skipanir í gegnum stjórnstöðina okkar

Upplýsingar

Safnaðu upplýsingum um notkun á tækjunum þínum. Hvað ertu búin/n að þvó margar vélar í mánuðinum? Hversu mikla orku notar einn þvottur? Hvað kostar hver þvottur?

Tilkynningar

„Þvottavélin er búin“ er uppáhaldssetningin okkar. Fáðu tilknningu í appið eða í snjallhátalarann. Snjallstöðin okkar talar íslensku. Þannig getur þú þvegið fleiri vélar ef þú þarft á því að halda.

Sjálfvirkni

Láttu hússtjórnarkerfið vinna fyrir þig. Vertu miðvituð/aður þegar fjöldi þvotta eða orkunotkun fer umfram eðlileg mörk.

Læra

Þú getur notfært þér upplýsingarnar sem þú hefur safnað og ráðist í úrbætur. Óeðlileg notkun er vísbending um bilun í vélinni eða kannski er einfaldlega kominn tími til að fjárfesta í nýrri vél sem hefur betri orkunýtni.