How Can We Help?

Rafhlöðukort

Þú ert hér:
< Allt efni

Rafhlöðukortið er skemmtilegt spjald fyrir stjórnborð sem birtir mismunandi icon eftir stöðu rafhlaða.

Uppsetningin fer fram í gegnum HACS. Leitið eftir „Battery entity card“. Efttir að viðbótin hefur verið sett up þarf að virkja hana með því að endurræsa Home Assistant.

Til að setja upp spjaldið förum við á mælaborðið og setjum það í „edit mode“ með því að smella á „Stilla notendaviðmótið“ í hægra efra horninu. Fyrst þarf að bæta við einingaspjaldið.

Síðan veljum við alla rafhlöðuskynjara sem við viljum að eigi að birtast á spjaldinu.

Síðan förum við í „birta Kóða ritil“ og bætum eigindi um útlitið við. Við breytum:

- entity: sensor.battery_doorsensor_entry

í:

- entity: sensor.battery_doorsensor_entry
  name: Hurðaskynjari inngangur
  type: 'custom:battery-entity'
  warning: 70
  critical: 30

Uppröðun skiptir ekki máli. Nánari upplýsingar um rafhlöðuspjaldið má finna á Github.

Innihald