0

How Can We Help?

Zigbee tengikort

Þú ert hér:
< Allt efni

Eitt mikilvægasta verkfæri sem þarf að eiga er tengikort fyrir Zigbee tækin okkar. Það hjálpar okkur að greina vandamál ef einhver Zigbee tæki hætta að svara og eru ekki lengur aðgengileg. Það hjálpar okkur líka að finna veika hlekki í Zigbee netinu okkar.

Til þess notumst við við viðbót sem kallast zha-map og hægt er að finna á Github (https://github.com/zha-ng/zha-map). Ef þú ert með HACS uppsett er auðvelt að setja viðbótina upp. Það eina sem við þurfum síðan að gera er að bæta zha_map: inn í configuration.yaml hjá okkur.

Eftir að við erum búin að endurræsa Home Assistant getum við notast við nýja þjónustu zha_map.scan_now. Þessi þjónusta keyrir reglulega en við getum líka sett upp reglu til að láta keyra hana sjálfvirkt á ákveðnum tímum.

Til þess að sjá kortið á skjáborðinu þurfum við að bæta Zigbee netkortinu við frontent hlutann í Home Assistant. Í HACS->Frontend leitum við eftir ZHA Network Card.

Síðan bætum við JavaScript skránni við sem resource fyrir skjáborðin okkar.

Þar sem kortið mun vera stórt og örugglega stækka með árunum er best að búa til sérflipa bara til að sýna kortið. Þegar við bætum við sýn á kortið setjum við það í Panel Mode. Núna bætum við Manual Card við og skrifum í Editor:

type: 'custom:zha-network-visualization-card'
Innihald
Innkaupakarfa