How Can We Help?
Skjáborðin útskýrð
Skjáborðið er það sem blæs lífi í hússtjórnunarkerfið okkar. Skjáborðið leyfir okkur að fylgjast vel með, fá stöðuyfirlit og stjórna tækjum og aðgerðum á heimilinu okkar. Vel hannað skjáborð gerir það kleift fyrir ótæknivædda að nota hússtjórnunarkerfið með einföldum hætti sem hjápar í innleiðingu á því á heimilinu. Vel hannað skjáborð getur verið snúið í framkvæmd, getur tekið góðan tíma sérstaklega því að möguleikarnir eru svo gífurlega miklir og má hugsa það sem verkefni sem aldrei lýkur. Home Assistant kemur með góðan pakka af einingum sem má setja inn á skjáborðið, en fyrir utan það getum við bætt við mikið af gagnlegum einingum sem við getum bætt við í gegnum HACS og svo reynum við eftir bestu getu að viðhalda góðum gagnagrunni af nýtalegum skjáborðseiningunum á heimasíðunni okkar.
Skjáborðin í Home Assistant eru kölluð „Lovelace“ og má finna undir „Stillingar->Lovelace mælaborð“. Við getum búið til fleiri en eitt skjáborð og getum við því aðlagað skjáborðin að þörfum notanda eða eftir tækjunum sem við erum að notast við. T.d. er mikill munur á að hanna skjáborð fyrir snertiskjái sem við setjum upp á heimilinu eða skjáborð sem við notum í gegnum símann.