0

How Can We Help?

Stjórnborð

Þú ert hér:
< Allt efni

Að okkur mati er öflugt, aðlaganlegt og notendavænt stjórnborð lykillinn að árangursríku hússtjórnarkerfi. Fyrir utan það að búa yfir jafnöflugu sjálfsstýringakerfi og hafa þennan möguleika að tengjast hvaða kerfi sem er, uppfyllir Home Assistant hússtjórnunarkerfi svo sannarlega þessar kröfur.

Þegar það kemur að því að setja upp stjórnborð fyrir heimilið þitt eru möguleikarnir með Home Assistant ótalmargir og ef eitthvað er þá er þetta helsti ókosturinn. Þess vegna búum við til röð af greinum sem hjálpar þér að einbeita þér að því sem er mikilvægt að hafa í huga og bendum á góða hluti sem við teljum að auki notendagildi stjórnborðs. Stjórnborðið gefur okkur möguleika á að stjórna ljósum, sjá hvað er gerast í sjónarsviði myndavélanna okkar, gefur okkur tækifæri til að velja útvarpsstöð eða aðra tónlist og sýnir okkur allar mikilvægar upplýsingar um veðurfarið, færð á vegum eða hvað er nýtt í fréttum.

Þegar við erum að byrja þá kemur upp sjálfvalið stjórnborð sem við þurfum að losa okkur við sem allra fyrst og taka stjórn á útlitinu strax frá byrjun. Þannig að í efra hægra horninu getum við breytt notendaviðmótinu (stjórnborðinu okkar)

Hverju stjórnborði er skipt upp í þrjá hluta:

  1. Stillingar: Hér getum við valið góða táknmynd með einföldum hætti. Með stuttum kóða vísum við í iconsafnið af Materialdesignicon. Þar er hægt að finna ótal af flottum iconum. Síðan veljum við útlitið. Útlitinu er stjórnað af þemum sem hægt er að setja upp í gegnum HACS. Síðan mælum við með því að velja “Panel mode”. Það gerir okkur kleift að nota allan skjáinn.
  2. Badges: Er að okkar mati úrelt og notum við ekki frekar.
  3. Sýnileiki: getur verið sniðugt ef við viljum koma í veg fyrir að aðilar komist að kerfisstillingunum.

Þá er loksins að koma að því að bæta spjöldunum við. Spjöldin eru hönnuð fyrir sérhvern tilgang og munum við ítarlega fjalla um hvert og eitt í fylgjandi greinum. En við erum að byrja á “Lóðréttri stiku” (vertical stack) og síðan “Láréttri stiku”. Það gefur okkur möguleika á að raða spjöldum síðan fallega á stjórnborðið. Þegar við erum búin að því ættum við sjá eitthvað í átt við þetta:

Í dæminu hér fyrir ofan er 1 “lóðréttir stafir” og 2 “láréttir stafir”. Við getum seinna meir alltaf bætt fleiri láréttum stöfum við. Það fer svolítið eftir tilgangi og fyrir hvaða tæki stjórnborðið er áætlað (spjaldtölva eða sími).

Og þá hefst vinnan! Núna bætum við alls konar spjöldum við sem við förum betur yfir í næstu köflum hér á eftir.

Innihald
Innkaupakarfa