How Can We Help?

ConbeeII/RaspbeeII firmware update

Þú ert hér:
< Allt efni

Allur vélbúnaður kemur með stýrikerfi sem þarf að sinna með reglubundum uppfærslum. Uppfærslur geta bæði innihaldið lok á öryggisholu eða bætingu á vélbúnaðinum sjálfum. Bættur vélbúnaður tryggir aukna möguleika eða lætur vélbúnaðinn gera það sem hann á að gera á skilvirkari hátt.

Zigbee stjórntæki frá Dresden Elektronik er heldur engin undantekning á uppfærslu. Framleiðandinn sér um birta reglulega uppfærslu á hugbúnaðinum á ConbeeII eða RaspbeeII Zigbee stjórntækinu (svokallað firmware update). Það er hægt að uppfæra hugbúnaðinn í gegnum Deconz hugbúnaðinn með ágætu vefviðmóti. En þar sem ekki allir eru að nota Deconz hugbúnaðinn þá förum við hér í gegnum þau skref sem þarf til þess að uppfæra ConbeeII eða RaspbeeII hugbúnaðinn. Aðferðin er hægt að keyra á RaspberryPi smátölvu eða öðrum vélbúnaði sem keyrir á Linux. Til þess er notað sérstak verkfæri sem er gefið út og viðhaldið af framleiðandanum Dresden Elektronik og kallast GCFFlasher og er gefið út í gegnum vefsíðuna á Github. Allt ferlið virðist vera flókið en er það í rauninni ekki og því er gott að hafa einfaldar leiðbeiningar sem hægt er að fara eftir.

Fyrst loggum við okkur inn á tölvuna okkar þar sem Zigbee stjórntækið er tengt við. Annað hvort í gegnum ssh eða með vefviðmótið. Í báðum tilfellum opnum við terminalið (eða command line tool) og skrifum:

Verum viss að við erum með allan hugbúnað sem þarf í verkið:

sudo apt-get update
sudo apt-get install git gpiod gcc pkg-config build-essential libgpiod-dev

Þá sækjum við skrárnar

git clone https://github.com/dresden-elektronik/gcfflasher.git

Eftir að það er búið að afrita skránar inn á tölvuna þá förum við inn í möppuna sem git skipunin bjó til.

cd gcfflasher

Þá búum við til forritið til að keyra uppfærsluna:

./build_posix.sh

Ef allt hefur gengið vel og engin villuskilboð hafa birst á skjánum þá getum við skoðað Zigbee stjórntækið með

./GCFFlasher -l

Útkoman ætti að vera þá eitthvað í þessum dúr:

1 devices found
DEV [0]: name: ConBee_II (DE2149358),path: /dev/ttyACM0 --> /dev/serial/by-id/usb-dresden_elektronik_ingenieurtechnik_GmbH_ConBee_II_DE2149358-if00

Þá verðum við að niðurhala nýjasta firmwarið af vefsvæði frá Dresden Elektronik. Ef þú ert með RaspbeeII þá ætti rétta slóðin vera:

wget https://deconz.dresden-elektronik.de/deconz-firmware/deCONZ_RaspBeeII_0x26720700.bin.GCF

en fyrir ConbeeII

wget https://deconz.dresden-elektronik.de/deconz-firmware/deCONZ_ConBeeII_0x26720700.bin.GCF

Og núna þarf að keyra firmware upgrade. Það þarf vonandi ekki að segja á meðan að þetta ferli stendur yfir er bannað að slökkva á tölvunni eða taka Zigbee stjórntækið úr sambandi. Það er einnig nauðsynlegt að stöðva öll kerfi sem eru að nota Zigbee stjórntækið (eins og Home Assistant). Að stöðva Home Assistant er auðvitað gert mismunandi fer eftir útgáfuna sem þú ert að nota (Home Assistant Supervisor eða Home Assistant Core)

./GCFFlasher -d /dev/ttyACM0 -t 60 -f deCONZ_ConBeeII_0x26720700.bin.GCF

en fyrir RaspbeeII ætti það að vera:

./GCFFlasher -d /dev/ttyS1 -t 60 -f deCONZ_RaspBeeII_0x26720700.bin.GCF

ef allt hefur gengið vel ætti þetta standa á skjánum

read file success: deCONZ_ConBeeII_0x26720700.bin.GCF (164241 bytes)
flash firmware
command reset timeout
query bootloader id
bootloader detected (60)
uploading ▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓▓ 100 %
done, wait validation...

Núna getur þú aftur ræst Home Assistant.

Innihald