Afgreiðsluferlið

Þú ert hér:
< Allt efni

Eftir að vörukaup hafa verið afgreidd í gegnum vefsvæði Snjallings tekur afgreiðsluferli vörunnar við. Snjallingur fær tilkynningu um vörukaup og fer í framhaldi af því að taka vöruna til.

Varan er sett í viðeigandi umbúðir sem tryggir að varan kemur óskemmd á áfangastað sem kaupandi hefur gefið upp í pöntunarferlinu. Vörunni er dreift með Íslandspósti eða öðrum viðeigandi hætti. Snjallingur áskilur sér rétt að víkja frá uppgefnum sendingarmáta ef hægt er að senda vörur með bréfpósti.

Kaupandinn þarf að tryggja og ber ábyrgð á að uppgefið heimilisfangið í pöntunarferlinu er rétt skráð og að póstkassinn sé vel merktur og aðgengilegur sbr. reglur Íslandspósts.

Varan er afhent Íslandspósti þegar hún er tilbúin til afhendingar. Afhendingartími til dreifingaraðila er frá einum til 8 virkum dögum eftir pöntunardagsetningu. Fylgiseðill með leiðbeiningum um hvernig hægt er að skila vörunni og hvað skal gera ef varan er gölluð eða umbúðirnar sýna merki um óviðeigandi meðhöndlun fylgir öllum pöntunum. Síðan tekur afgreiðsluferli Íslandspósts við og Íslandspóstur afhendir vöruna til kaupandans á þann afhendingarmáta sem hann hefur gefið upp í pöntunarferlinu nema ef hægt er að senda vörukaupin í gegnum bréfapóst.Skilmálar og nánari upplýsingar um afhendingarferlið hjá Íslandspósti má finna á vefsíðu Íslandspósts.

Sýni umbúðir vörunnar merki um skemmdir eða óeðlilega meðhöndlun skal hafa samband við Snjalling. Í þessu tilfelli er æskilegt að viðtakandi taki mynd áður en umbúðirnar eru opnaðar og sendi hana með tilkynningunni.

Næsti Sendingarmöguleikar
Innihald
Privacy Settings
We use cookies to enhance your experience while using our website. If you are using our Services via a browser you can restrict, block or remove cookies through your web browser settings. We also use content and scripts from third parties that may use tracking technologies. You can selectively provide your consent below to allow such third party embeds. For complete information about the cookies we use, data we collect and how we process them, please check our Privacy Policy
Youtube
Consent to display content from Youtube
Vimeo
Consent to display content from Vimeo
Google Maps
Consent to display content from Google
Spotify
Consent to display content from Spotify
Sound Cloud
Consent to display content from Sound
Cart Overview