How Can We Help?
Afgreiðsluferlið
Eftir að vörukaup hafa verið afgreidd í gegnum vefsvæði Snjallings tekur afgreiðsluferli vörunnar við. Snjallingur fær tilkynningu um vörukaup og fer í framhaldi af því að taka vöruna til.
Varan er sett í viðeigandi umbúðir sem tryggir að varan kemur óskemmd á áfangastað sem kaupandi hefur gefið upp í pöntunarferlinu. Vörunni er dreift með Íslandspósti eða öðrum viðeigandi hætti. Snjallingur áskilur sér rétt að víkja frá uppgefnum sendingarmáta ef hægt er að senda vörur með bréfpósti.
Kaupandinn þarf að tryggja og ber ábyrgð á að uppgefið heimilisfangið í pöntunarferlinu er rétt skráð og að póstkassinn sé vel merktur og aðgengilegur sbr. reglur Íslandspósts.
Varan er afhent Íslandspósti þegar hún er tilbúin til afhendingar. Afhendingartími til dreifingaraðila er frá einum til 8 virkum dögum eftir pöntunardagsetningu. Fylgiseðill með leiðbeiningum um hvernig hægt er að skila vörunni og hvað skal gera ef varan er gölluð eða umbúðirnar sýna merki um óviðeigandi meðhöndlun fylgir öllum pöntunum. Síðan tekur afgreiðsluferli Íslandspósts við og Íslandspóstur afhendir vöruna til kaupandans á þann afhendingarmáta sem hann hefur gefið upp í pöntunarferlinu nema ef hægt er að senda vörukaupin í gegnum bréfapóst.Skilmálar og nánari upplýsingar um afhendingarferlið hjá Íslandspósti má finna á vefsíðu Íslandspósts.
Sýni umbúðir vörunnar merki um skemmdir eða óeðlilega meðhöndlun skal hafa samband við Snjalling. Í þessu tilfelli er æskilegt að viðtakandi taki mynd áður en umbúðirnar eru opnaðar og sendi hana með tilkynningunni.