How Can We Help?

HACS

Þú ert hér:
< Allt efni

HACS stendur fyrir Home Assistant Community store og er sennilega eitt af þeim mikilvægustu verkfærum í Home Assistant sem allir þurfa að setja upp hjá sér. Í HACS er að finna alls konar nýtanlegar viðbætur sem vert er að setja upp hjá sér á mjög einfaldan máta. HACS er haldið við af fullt af góðu fólki út um allan heim og sýnir eina ferðina enn hvað Home Assistant er öflugt og frábært hússtjórnunarkerfi. Við erum langt frá því að hafa prófað þær allar en á komandi síðum gefum við nokkur tilmæli um góðar viðbætur sem við teljum nauðsynlegar fyrir allar uppsetningar af Home Assistant.

Uppsetning

Ef það er ekki nú þegar til hjá þér custom-components mappan í Home Assistant trénu þarftu að búa hana til og passa réttindi og eignarhald á möppunni.

sudo mkdir /home/homeassistant/.homeassistant/custom_components
sudo chown homeassistant:homeassistant /home/homeassistant/.homeassistant/custom_components
sudo chmod 755 /home/homeassistant/.homeassistant/custom_components

Nú förum við inn í möppuna, hölum niður viðbótinni og setjum hana upp. Til þess förum við inn á GitHub og sækjum nýjustu útgáfuna á HACS. Í Code hnappanum og afritum hlekkinn á repositorið.

git clone https://github.com/hacs/integration.git
cd integration
cd custom_components
sudo cp hacs /home/homeassistant/.homeassistant/custom_components -R

Núna er tími til að endurræsa Home Assistant. Áður en við getum haldið áfram er nauðsynlegt að hafa einn GitHub account. Skráning á GitHub er ókeypis. Þar þurfum við að búa til einn Access token key. Það er gert undir persónulegum stillingum.

Síðan í Home Assistant er farið inn á Samþættingar (Integrations), farið í plús og leitað eftir HACS. Síðan er sett inn Personal Access token frá GitHub og þá er þetta komið og lítið tákn ætti að birtast í valmyndinni vinstra megin. Það gæti tekið smá tíma þangað til að allt er búið að uppfærast.

Innihald