Snjalllausnir

Snjalllausnir okkar eru úthugsaðar og tilsniðnar að þörfum íslenskra heimila.
Learn More

Heimlislausnir

Heimilislausnin er góð byrjun til að snjallvæða heimilið. Þú getur kynnst þér möguleikana smám saman möguleikarnir og aukið virknina smátt og smátt.

  • Viðvörunarkerfi
  • Snertilaus Ljósastýring
  • Hreyfiskynjarar
  • Hurða- og gluggaskynjarar
  • Hita- og Rakaskynjarar
  • Ljósaskynjarar
  • stjórnborð
  • Fjaraðgangur
  • Snjallingur stjórnstöð
  • Tilkynningar í símann
  • Raddstýring
Heimilispakkinn

Hitastýringarlausnir

Hitastýringarlausnin getur tekist á við gólfhitakerfið eða hefðbundið ofnakerfi. Gólfstýringakerfið tekur mið af veðurspá næsta dags til að mæta hægum viðbrögðum gólfhitakerfisins. Hitastýringin er sjálfvirk og lærir stanslaust til að tryggja ávallt óskahitastigið. Hitastýringin leitast alltaf við að jafna hitaflæðið til að hámarka orkunýtinguna.

  • Gólfhitakerfi
  • Ofnakerfi
  • Hurða- og gluggaskynjarar
  • Hita- og Rakaskynjarar
  • HItastýring
  • stjórnborð
  • Fjaraðgangur
  • Snjallingur stjórnstöð
  • Tilkynningar í símann
  • Raddstýring
Væntanlegt

Öryggislausnir

Aðangslausnir miðast við að vernda heimilið þitt gegn óboðnum gestum eins og kostur er. Við fylgjumst með heimilinu, látum þig vita þegar þú skilur eftir opinn glugga, setjum viðvörunarkerfið af stað og segjum þér hvort og hver er fyrir framan útidyrnar.

  • Viðvörunarkerfi
  • Vefmyndavélar
  • Hreyfiskynjarar
  • Hurða- og gluggaskynjarar
  • stjórnborð
  • Dyrabjalla
  • Fjaraðgangur
  • Snjallingur stjórnstöð
  • Tilkynningar í símann
  • Myndgreining

Væntanlegt
Hússtjórnunarkerfi

Snjallingur stjórnstöðin

Snjallingur stjórnstöðin er nýjasti fjölskyldumeðlimrinn á heimilinu þínu. Hún mun framvegis fara með stórt hlutverk á heimilinu. Hún stýrir ljósunum og hitann, setur húsið í varnarstöðu og lætur vita ef einhver á heimilinu er óþekkur. Hún tekur upp hvað gerist og segir þér hver er fyrir framan útidyrnar.

Öllum snjallausnum okkar er stýrt af stjórnstöðinni Snjallings. Hún er knúin af Raspberry Pi 4 smátölvu með fjórum 1,5 GHz 64 bita örgjörvum og 4GB vinnsluminni. Mikið meira en nóg til að takast á við krefjandi verkefni. Á henni keyrir Home Assistant hússtjórnunarkerfið. Home Assistant er Ferrari í heimi hússtjórnunarkerfa.

Þú getur pantað Snjalling stjórnstöðina með mismunandi stóru geymsluplássi. Það gerir þér kleift að vista allar myndbandsupptökur en einnig getur hún nýst til að geyma fjölskyldumyndir eða önnur skjöl fyrir heimilisfólkið.

Framtíðarhæft

Snjallingur stjórnstöðin er það öflug að hún ræður léttilega við að stýra heimilinu okkar í dag og í nánustu framtíð. Krafturinn í henni dugar einnig til að ráða við þær miklu kröfur sem eru gerðar til myndvinnslu. Þannig getur hún breytt öllum “venjulegum og heimskum” myndavélum í snjöll myndgreiningaverkfæri.

Við tímanns tönn

Snjallingur stjórnstöðin er þannig uppset að hún sér um allar uppfærslur alveg sjálfvirkt. þú getur nýtt þér viðbótarþjónustur sem munu koma í framtíðinni en einnig laga þekktar hugbúnaðavilla eða loka mögulegar öryggisholar.

Öruggt

RaspberryPi smátölvan er stýrt af Raspbian. Raspbian er opið stýrikerfi sem er afbragð af Linux stýrikerfi með frjálst leyfi til notkunar og dreifingar.

Linux er sérstaklega vel þekkt fyrir að vera öruggt stýrikerfi.

Year Established
Products
Team Size
Clients

Home Assistant hússtjórnunarkerfi

Home Assistant er hugbúnaður sem keyrir á stjórnstöðinni okkar. Home Assistant er snertiflöturinn þinn við öll snjalltækin þín og upplýsingamiðstöð fyrir allt sem gerist á heimilinu, sýnir þér allar nýjustu fréttir á Íslandi, gefur þér stöðu á ferð á vegum og segir þér hvernig veðurspáin fyrir vikuna lítur út. Þú getur kveikt á uppáhaldsútvarpsstöðinni þinni, opnað bílskúrshurðinni og séð hver er fyrir framan útidyrahurðinni.

Plug and Play

Við leggjum mikla áhærsla á einfaldleika. Snajlllausnirnar frá Snjallingi koma fyrirfram stilltar þannig að það eina sem þú þarft að gera að setja tækin í samband eða koma þeim á sinn áfangastað. Þú setur upp Home Assistant appið, skilgreinir notendurna og þá ertu bara klár og er orðinn snjallastur í götunni þinni. Allt þetta á innan við klukkutíma!

Öflugir stillingar

Home Assistant býður upp á ótal margar viðbætur sem gefur þér tækifæri að tengjast við enn fleiri kerfi. En svo er líka hægt að finna lausnir fyrir alls konar notendaviðmót bæði til að stjórna lita- og gagnauppsetningu.

Ítarleg skjölun

Við veitum fullt af leiðbeiningum og þú getur alltaf leitað til okkar ef þú vilt vera ennþá snjallari. Home Assistant er með risastóran notendahóp á facebook. Íslendingar elska Home Assistant.

Samþættingar

Home Assistant bíður upp á samþættingar við mörg hundruð önnur kerfi. þú getur stjórnað öllum tækjum/kerfum í einu og sama appi. Einnig getum við notfært okkur aðrar opnar eða aðgangsstýrðar vefþjónustur, t.d. veðurfarsupplýsingar í þeim tilgangi að hækka og lækka hitastigið í ofnakerfinu eða dagatalsupplýsingar til að minna strákinn á fótboltaæfinguna. 

Samhæfing

Works with

Núna þarft þú ekki lengur að spá hvaða tæki vinni saman. Snjallingur stjórnstöðin tryggir að tækin á heimilinu geta talað saman. Síðan ákveður þú hvernig þér finnst best að stjórna heimilinu þínu. Við erum samt mest hrifnir af Home Assistant og við lofum þér:  Ef þú hefur kynnst þægindunum af Home Assistant vilt þú ekki fara neitt annað.

Snertilausar stýringar

Á tímum COVID-19 er mikilvægt að minnka alla snertifleti eins og kostur er. Við vitum hvenær á að kveikja og slökkva ljósið. Svo máttu líka spjallað við stjórnstöðina. Hún er alltaf tilbúin að aðstoða og gera hlutina fyrir þig.