Persónuverndastefna

Hvaða upplýsingar eru mögulega vistaðar?

Í ákveðnum tilfellum verða persónuupplýsingar vistaðar í vefumsjónarkerfi Snjallings. Upplýsingar sem kunna að vera vistaðar eru:

nafn
kennitala
netfang
símanúmer
heimilisfang
aðgangsorð (þó aldrei öðruvísi en dulkóðað)
notandanafn

Hvenær verða persónuupplýsingar vistaðar?

Persónuupplýsingar verða einungis vistaðar þegar þess er krafist. Það á við í eftirfarandi tilfellum:

  1. Notandinn pantar vöru í gegnum vefsvæði Snjallings. Þá er gerð lágmarkskrafa um netfang og nafn kaupandans. Upplýsingar um heimilisfang sem eru gefnar upp fyrir afgreiðsluferlið í gegnum Íslandspóst eru vistaðar í vefumsjónarkerfi Snjallings.
  2. Notandinn pantar vörur í gegnum lokað svæði Snjallings. Þá eru allar persónuupplýsingar vistaðar í gagnagrunni vefumsjónarkerfis Snjallings. Aðgangsorð sem notandinn velur sér til að komast inn á lokaða vefsvæðið er vistað dulkóðað.
  3. Notandinn skilur eftir ummæli á einstaka vörum eða á greinum sem birtar eru á vefsvæði Snjallings. Þá gerir Snjallingur kröfur um nafn og netfang og eru þær upplýsingar vistaðar í gagnagrunni vefumsjónarkerfis Snjallings.

Hversulengi eru persónuupplýsingar geymdar?

Allar persónuupplýsingar eru geymdar að hámarki í 5 ár frá stofnun og eru fjarlægðar úr gagnagrunninum sjálfkrafa eftir þann tíma. Aðrar upplýsingar sem eru geymdar í gagnagrunni Snjallings eru vistaðar eins og hér segir:

Ónotaður viðskiptareikningur: 3 mánuðir
Biðpantanir: 28 dagar
Ókláraðir pantanir: 21 dagar
Pantanir sem hefur verið hætt við: 21 dagar
Kláraðar pantanir: 60 mánuðir

Notandinn getur ávallt óskað eftir því að allar persónulegar upplýsingar verði fjarlægðar úr gagnagrunni Snjallings.

Veitun upplýsinga

Allir notendur vefsvæðis Snjallings geta alltaf óskað eftir því að fá að vita hvaða upplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Snjallings eða tengdum tölvukerfum. Í þeim tilfellum skal hafa samband við Snjalling í gegnum tölvupóst eða síma eða fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan.

Lög og varnarþing

Meðhöndlun persónuupplýsinga er í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Snjallingur lýsir því yfir að ekki verði unnið með persónuupplýsingarnar í öðrum tilgangi en að ofan greinir og þær verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um.

Rísi mál vegna þessa skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.