Hitastýring er með því flóknasta í snjallheiminum. Þar þarf að hugsa um marga hlutir ekki einungis að hafa rétta hitann á réttum tíma heldur eru gerðar kröfur um orkusparnað, einfaldleika, hagkvæman tækjakost og hitaöryggi.
Við hjá Snjallingi erum með hitastýringar sem eru framsæknar, áreiðanlegar og hannaðar að þörfum hvers og eins.
Lausnirnar eru úthugsaðar og sniðnar að þörfum viðskiptavina okkar og að íslenskum aðstæðum. Við tökum hitastýringu alla leið. Alveg eins ef um gólfhita, hefðbundið ofnakerfi er að ræða eða einhverja blöndun á því.
Þegar góð hráefni koma saman er líklegt að útkoman verði góð. Við erum framúrskarandi kokkar og þekkjum hráefnin okkar vel og vitum hvernig er best að nota þau til að tryggja vellíðan.
Motorlokar eru gjarnan notaðir fyrir gólfhitastýringar en einkennast að því að hafa stuttan líftíma. Með því að nota réttu motorlokana og nota þá rétt getum við hámarkað endinguna.
Algengasta lausnin er ekki alltaf besta lausnin. Gólfhitinn er með langan viðbragðstíma. Allt frá 3 til 24 klukktímum sem gerir það að verkum að hækkun á óskahitastiginu er að skila sér of seint. Í mörgum tilfellum er ein ríkisstilling ásættanleg þegar kerfið er vel stillt. Þá skiptir máli að taka veðurspána með í reikninginn og geta brugðist við fram í tíma og stillt hitastigið sem fer inn á gólfhitakerfið miðað við væntanlegt hitastig eftir 3, 6 eða 12 tíma eftir aðstæðum. Við skönnum allar veðurathugastöðvar frá veðurstofunni og ein af þeim er örugglega nálægt þínu heimili.