How Can We Help?

Skjalaritstjóri

Þú ert hér:
< Allt efni

Home Assistant hússtjórnarkerfið er hugbúnaður með öflugt vefviðmót. Það þýðir að þú getur gert nánast allar aðgerðir í vefviðmótinu. Það er samt á einhverjum tímapunkti óhjákvæmanlegt að eiga við undirliggjandi texta- eða stillingarskrár sem Home Assistant byggir á. Allt sem við gerum í raun í vefviðmótinu er vistað í textaskrá í stillingarmöppunni Home Assistant. Það hefur þann kost að auðvelt er að færa Home Assistant hússtjórnunarkerfi yfir á annan vélbúnað seinna meir og þá þurfum við ekki að byrja upp á nýtt.

Þú þarft ekki að spá í þetta frekar en þú vilt en til að nýta sér valmöguleika fyrir lengra komna kemst þú ekki hjá því að eiga við þessar skrár. Þar sem Raspberry Pi smátalvan keyrir „headless“ þ.e.a.s. við getum ekki auðveldlega tengt skjá við hana. Þá er vefforrit sett upp á snjallstöðinni sem gerir okkur kleift að eiga við textaskrár sem eru undirliggjandi á Home Assistant hússtjórnunarkerfi.

Breytingar á stillingaskrám verða ekki virkar fyrir en búið er að endurræsa Home Assistant. Stillingarskrár Home Assistant eru mjög viðkvæmar fyrir rétta stafsetningu og þarf alltaf að framkvæma skjalaprófun áður en Home Assistant er endurræst.

Allar stillingarskrár af snjallstöðum frá Snjallingi eru ónafntilgreind afrituð í Google Cloud storage og má hafa samband við Snjalling ef Home Assistant er ekki lengur keyrandi sökum breytinga í stillingarskrám.

VS Code skjalastjóri

Vefforritið sem við höfum sett upp til að eiga við stillingaskrár heitir VS Code og er mjög vinsælt á meðal forritara um allan heim. Það hjálpar okkur að koma auga á innskráningarvillur. Til komast inn á vefviðmótið sláum við inn í vefvafra:

http://snjallingur:8080

Hafa skal í huga að skjalastjórinn er bara aðgengilegur innanhús.

Þá ætti að koma upp gluggi sem spyr okkur um lykilorð. Lykilorðið er fyrir neðan stjórnstöðina.

Ef við erum komin inn þá sjáum við allar skrá sem við höfum aðgang að vinstra megin. Allar stillingarskrár eru í möppunni „.homeassistant“ og aðal stillingaskrá heitir „configuration.yaml„. Aðrar stillingaskrár enda einnig á „*.yaml„.

Eins og sést á myndinni visar aðalskráin „configuration.yaml“ í aðrar skrár (t.d. „sensors.yaml“). Það er gert til þess að splitta skránni upp til að tryggja yfirsýn því skrárnar geta verið og munu vera mjög langar þegar frá líður.

Innihald