0

How Can We Help?

Snjallljós

Þú ert hér:
< Allt efni

Flestir byrja ferðina sína í snjallheimilið með ljósastýringum og má sennilega helst nefna þar Philipps Hue eða IKEA Tradfri kerfi. Uppsetning er auðveld og ávinningurinn er auðséður. Hægt er að stjórna ljósunum í gegnum app eða jafnvel setja einhverjar sjálfsstýringar eins og hvenær á að kveikja og slökkva á ljósunum. Bæði þessi ofangreindu kerfi eru samhæfanleg við Google home eða Apple homekit og er þar með hægt að stjórna  þeim fyrir utan heimilið. Philipps Hue er með betra ljósaúrval eins og stakar perur, LED-borða og samsett ljós fyrir notkun bæði innanhúss og utanhúss. Gæði eru mikil á ljósi (styrkur, dreifing). Hins vegar er líka töluverður verðmunur á þessum kerfum.

Stærsta vandamálið er sennilega að snjallperur eru oftast notaðar “fyrir aftan” kveikjara sem þýðir að peran hættir að vera snjall þegar ekkert rafmagn er á ljósinu og það hættir einnig að þjóna sem endurkastari á samskiptamerkinu sem getur valdið því að aðrar perur/snjalltæki detta einnig út. Snjallperur virka ekki heldur vel “fyrir aftan” dimmi þannig að það þarf helst að fjarlægja hann svo að peran/ljósið geti virkað eðlilega.
Annað vandamál sem margir þurfa að glíma við þegar þeir vilja snjallvæða lýsinguna er að margar hefðbundnar innfelldar ljósaperur keyra á 12V lágspennu. Vöruframboð á þeim perum er frekar takmarkað. Svo eru flestir spennar fyrir lágspennuljós með kröfu um lágmarksnotkun þannig að það þurfa að hanga fleiri perur á sama spennugjafanum. Í flestum tilfellum þarf þess vegna líka að skipta um spennugjafa í svokallaðan LED driver. Eða algjörlega breyta lágspennukerfinu í 240V spennukerfi sem getur reynst erfitt.

Nánast öll ljós í dag eru LED ljós. LED ljósin hafa aukið afkastagetuna (ljósstyrkurinn) verulega og er litaúrvalið orðið magnað. Hafa skal samt í huga að LED ljósaperur eru í raun fullar af litlum díóðum (þannig séð margar perur í einu) og ekki allar díóður í LED ljósum styðja fulla litaúrvalið sem gerir það verkum að ljósastyrkurinn minnkar töluvert ef settur er ákveðinn litur.

Innihald
Innkaupakarfa