0

How Can We Help?

Samþætting á Shelly tækjum við Home Assistant

Þú ert hér:
< Allt efni

Shelly snjalltækin eiga heima á öllum snjallheimilum. Allar Shelly vörur hafa afar breitt notkunarsvið, eru mjög hagstæðar í verði, eru með notendavænt vefviðmót. Shelly má notast “standalone”, sem sagt án þess að vera með miðlæga stjórnstöð sem getur verið mikill kostur sérstaklega ef þú ert að spá í að byrja smátt. Tækin geta einnig sent skipanir á önnur “net”tæki eins og Shelly er og framkvæmt skipun sem kveikir/slekkur á ljósum.

Tenging við Home Assistant

Með útgáfu 0.115 af Home Assistant er komin innbyggð samþætting við Shelly tækin. Þannig að Home Assistant “kynnir” öll Shelly tækin eins lengi og þau eru á sama neti og Home Assistant keyrir á. Það þarf samt að tryggja að útgáfan á firmwarinu á tækinu sé 1.8 eða hærra.

Á síðunni með öllum þekktum tækjum ættir þú að sjá lista yfir öll Shelly tækin á heimilinu.

Síðan er smellt á “STILLA”

Og eftir þetta er tækið komið í Home Assistant. Það er alltaf ráðlagt að gefa tækinu skilvirkt og auðþekkjanlegt nafn.

Svo fer auðvitað eftir Shelly tækinu hversu margar “einingar” af tækinu birtast í viðmótinu. Fyrir Shelly2 t.d. eru það t.d. 9 einingar. Tvær einingar fyrir “switch” til að kveikja og slökkva hverja rás fyrir sig. Svo tvær einingar á rás til að mæla orkunotkun (1 fyrir orkunotkun í augnablikinu og aðra til að sýna daglega orkunotkun), ein eining til að sýna hvort rásin er með of mikið álag og síðan ein eining sem mælir hitastigið í tækinu.

Innihald
Innkaupakarfa