How Can We Help?
Home Assistant útskýrt
Áður en þú ferð að vinna betur og meira með Home Assistant er gott að átta sig aðeins á vefviðmótinu, hvar hægt er að finna það sem leitað er að og í hvaða tilgangi hlutir eru notaðir. Við reynum eftir bestu getu að gefa stutt og hnitmiðað svar við þessu öllu á nokkrum mínútum. Flestir hafa þó eytt fleiri tugi klukkutíma í að reyna sig á kerfinu og því munt þú vita ekki allt um Home Assistant þegar þú ert búin/n með þennan pistil en það ætti að hjálpa þér að komast af stað og þú munt fá grunnþekkingu á hlutunum í Home Assistant. Við segjum þér líka hvað er mikilvægt fyrir byrjendur og hvaða hlutir eru fyrir lengra komna.
Home Assistant vefviðmót
Það fyrsta sem blasir við eftir að við erum búin að skrá okkur inn í Home Assistant hússtjórnunar kerfi er vefviðmótið með þægilega mikið af valmöguleikum. Vinstra megin er leiðsögu valmynd sem leiðir okkur enn dýpra í aðrar valmyndir (meira um það í næsta kafla).
Í valmyndinni á vinstri hönd má velja úr:
- Yfirlit: Það er sjálfgefið skjáborðið í Home Assistant. Sjálfgefið detta hér inn allar „einingar“ sem þú ert búin/n að setja upp. Það er hægt að búa til fleiri skjáborð og aðgangsstýra þeim. Að setja upp og gera skjáborðin falleg og skilvirk er mikil áskorun og er sérkafli fyrir sig.
Flækjustig: mikið, ávinningur: mikill - Kort: kortið ætti að sýna staðsetninguna á heimilinu þinu og staðsetning á fjölskyldumeðlimum (ef Home Assistant getur staðset persónurnar á hemilinu). Einnig er hægt að skilgreina fleiri staðsetningar (t.d. vinna_mamma eða vinna_pabbi) og nota það fyrir sjálfvirknisreglur.
Flækjustig: meðal, ávinningur: lítill til meðal - Breytingasaga: Yfirlit yfir allar stöðubreytingar á öllum einigunum. Getur verið ansi langur listi sem tekur sinn tíma að hlaða niður.
Flækjustig: lítið, ávinningur: lítill - Saga: Breytingasaga fyrir hverju „einingu“ fyrir sig. Getur verið gott en það er sennilega betra að koma þessum upplýsingum sem við viljum/þurfum á einhver skjáborð.
Flækjustig: lítið, ávinningur: lítill - HACS: HACS stendur fyrir Home Assistant Community Store. Það eru margir einstaklingar um allan heim að þróa viðbætur fyrir Home Assistant. Það mikið að maður hefur ekki undan að fylgjast með öllum nýjungum. Viðbæturnar geta verið einfaldar eða mjög flóknar. Ávinningurinn með viðbótum er sérstaklega fyrir skjáborðin. Það er alveg hægt að komast að án viðbótar til að byrja með.
Flækjustig: mikið, ávinningur: mikill - Media Browser: Hér getum við vistað og skoðað upptökur af tengdum myndavélum okkar.
Flækjustig: meðal, ávinningur: mikill - Þróunarverkfæri: Þetta svæði er til að athuga stöðu á „einingunum“ okkar og prufukeyra aðgerðir í Home Assistant. Prufukeyrsla er alltaf nauðsynlegt áður en við setjum eitthvað í skrifta eða sjálfvirknisreglu til að tryggja að allar skipanir keyri villulaust.
Hér er líka að finna viðmót til að prófa „skapalónin“ og „hlusta“ á skilaboð sem Home Assistant tekur á móti. Mjög öflugt en bara fyrir lengra komna.
Flækjustig: mikill, ávinningur: meðal - Stillingar: Hér er hægt að finna alls konar. Förum í það betur í kafla hér fyrir neðan.
- Tilkynningar: Í tilkynningaflipanum fáum við aðallega upplýsingar þegar Home Assistant hefur auðkennt einhver tæki á innra netinu okkar sem Home Assistant getur talað við. Það gerir samþættinguna við önnur (þekkt) tæki mjög auðvelt.
Flækjustig: lítill, ávinningur: meðal - Notandinn: Þetta er hlekkur á stillingar fyrir innskráðan notanda. Gott að fara hér eftir fyrstu innskráningu. Þar getum við breytt um lykilorð, still tungumálið (auðvitað veljum við íslensku ekki satt?) og útlitið á vefviðmótinu (það er hægt að setja upp einhver haug í gegnum HACS).
Flækjustig: lítill, ávinningur: meðal
Í aðalglugganum hægra megin er síðan skjáborðið okkar. Þar munum við eyða góðum tíma í gegnum ferlið okkar. Skjáborðin eru alltaf „í vinnslu“…
Stillingar
Ef þú smellur á Stillingar í valmyndinni vinstra megin lendir þú á viðmót sem þú munt nota mjög mikið. Hér eru fullt af möguleikum og er gott að vita fyrir hvaða hlut hvert atriði stendur.
- Home Assistant skýið. Þetta er númer eitt því þetta er eini valmöguleikinn sem kostar eitthvað. Það er s.s. að kaupa fasta vefslóð sem tryggir örygga tengingu við Home Assistant að utan frá. Kostnaðurinn er 5 USD á mánuði.
- Samþættingar. Samþættingar leyfa okkur að tengjast öðrum tækjum/kerfum.
- Tæki. Þetta er listi yfir öll snjalltækin í kerfinu hjá okkur. Tækin birtast á þennan lista sjálfkrafa í gegnum samþættingu.
- Einingarskrá. Hvert tæki hefur amk eina einingu en stundum (og oftast nær) fleiri. Ef við hugsum okkur til dæmis hreyfiskynjara sem eitt „tæki“ þá getur það tæki haft í för með fjórar „einingar“ (t.d. hreyfiskynjari, viðvöruskynjari, birtuskynjari og rafhlöðuskynjari). „Einingarnir“ er mjög mikilvægar því í raun birtum við t.d. á skjáborðinu okkar „einingar“ og ekki „tækið“ sem slíkt. Hver eining tilheyrir einu ákveðinni tegund (light, sensor, switch, climate, automation o.s.frv.). Það er mjög mikilvægt að þú áttir sig á þessum hlutum og hvernig þeir tengjast. Betri útskýringar má finna hér.
- Svæðaskrá. Skilgreining á svæðum á heimili okkar. Oftast skilgreinum við eitt svæði fyrir hvert rými (t.d. Stofa, baðherbergi o.s.frv.)
- Sjálvirkni. Sjálfvirkni er hjarta snjallheimilisins. Fyrir utan flott skjáborð er þetta sá hlutur sem er mest spennandi enda gera sjálfstýringar heimilið snjallt. Með sjálfvirkni getum við látið tækin tala saman. Við getum kveikt útiljósin þegar sólin sest, kveikt eldhúsljósið þegar hreyfing er skynjuð eða hækkað hitann ef hitastigið er fyrir neðan ákveðið mark. Ítarlega má lesa um sjálfvirkni í kaflanum um sjálfstýringar.
- Senur eru notaðar fyrir ljósastýringar. Við búum til ákveðið ljósasenario (t.d. fyrir sjónvarpsgláp eða eldamennskuna) og „kveikjum“ síðan á því með einum smelli eða jafnvel í gegnum sjálfvirknisreglu.
- Skriftur eru ákveðin „uppskrift“ eða „samansafn“ af ákveðnum aðgerðum eða ákveðinni aðgerð. Einfaldasta útgáfan væri t.d. að opna bílskúrinn eða láta renna í pottinn. En ein skrifta getur líka innihaldið runa af aðgerðum. T.d. kveikja á ljósinu og setja útvarpið í gang. Skriftur má nota einar og sér með „takka“ eða í sjálfsstýringum.
- Helpers (greinilega ekki búið að finna íslenskt orð fyrir þetta). Við getum t.d. búið til fellivallista með gildum eins og „RÚV“ og „Bylgjan“ og látum síðan Home Assistant spila þessa stöð þegar við erum búin að velja eitthvað úr listanum. Eða við búum til teljara. Við getum hækkað teljarann í hvert skipti þegar hreyfing er skynjuð þannig að í lok dags get ég sagt hversu margir hafa komið framhjá.
- Tags (strikamerki) eru notuð með svipuðum hætti og við erum að borga með símanum. Strikamerkin virkar einingis í gegnum Home Assistant appið. Þú skannar ákveðið strikamerkið og lætur Home Assistant að framkvæma einhverja aðgerð (t.d. opna útidyrahurðina).
- Lovelace mælaborð er í raun ömurleg þýðing. Við tölum alltaf um skjáborð. Skjáborðið er snertifleturinn á milli mannfólksins og tækis. Hér framkvæmum við skiparnir og erum að afla upplýsinga um stöðuna á heimilinu (hiti, eru ljósin kveikt o.s.frv.). Það er hægt að búa til fleiri en eitt skjáborð og aðgagnsstýra því. Hvert skjáborð getur einnig haft undirflipa. Möguleikarnir eru endalausir og það er ákveðið listaverk að koma upp skilvirku og greinilegu skjáborði (intuitive) þannig að aðrir áttir sig á hlutunum. Skjáborðin eru einnig helguð sérkafla og mælum við með því að fara í gegnum nokkur einföld dæmi á síðunni okkar til að átta sig betur á því.
- Persónur Home Assistant gerir greinamun á persónum og notendunum. Hver notandi er persóna en ekki öfugt. Hér er hægt að skilgreina valmöguleika hvert best er að vita hvar viðkomandi er ( þarf að vera kveikt á „device_tracker“).
- Staðsetningar („Zones“). Ein staðsetning er skilgreind sem GPS merki og má velja að staðsetja það út frá innbyggðu korti. Staðsetningar notum við einnig til að láta Home Assistant gera eitthvað. Til dæmis gætum við látið senda okkur skilaboð þegar konan leggur af stað heim úr vinnuni svo að við höfum tíma til að taka til og gera það huggulegt þegar hún kemur heim. Einnig gætum við set húsið í varnastöðu þegar engin er heima.
- Notendur Stofnum notanda með aðgang að Home Assistant.
- Almennt Hér skilgreinum við hvar heimilið okkar er staðsett (birtist síðan í staðsetningar). En hér segjum við líka hvernig við getum tengst Home Assistant utan frá (þegar við erum ekki heima) og að innan (þegar við erum á WiFi-nu okkar).
- Stjórnun þjóns. Hér getum við endurræst Home Assitant án þess að þurfa að endurræsa tölvuna. Eindregið er mælt með því að láta tékka á stillingunum til að ganga úr skugga um að Home Assistant geti ekki ræst sig út af einhverri villu í einhverri stillingaskrá
- Logs er gott að kíkja á við og við. Ef eitthvað fer úrskeiðis eða virkar ekki sem slíkt þá er gott að kíkja hérna við og athuga hvort einhver villuskilaboð eru til staðar.
- Upplýsingar gefa okkur upplýsingar um Home Assistant útgáfuna og í hvaða tölvuumhverfi hann keyrir á
- Séraðlögun er mikilvægur hlutur þegar við viljum breyta um stöðutákn eða nafn á tækjum/einigum okkar.