How Can We Help?
Meðhöndlun á persónulegum upplýsingunum
Hvaða persónuupplýsingar eru mögulega vistaðar?
Í ákveðnum tilfellum verða persónuupplýsingar vistaðar í vefumsjónarkerfi Snjallingurs. Upplýsingar sem kunna að vera vistaðar eru:
- nafn
- kennitala
- netfang
- símanúmer
- heimilisfang
- notandanafn
- aðgangsorð
Hvenær verða persónuupplýsingar vistaðar?
Persónuupplýsingar verða einungis vistaðar þegar þess er krafist. Það á við í eftirfarandi tilfellum:
- Notandinn pantar vöru í gegnnum vefsvæði Snjallingurs. Þá er gerð lágmarkskrafa um netfang og nafn kaupandans. Upplýsingar um heimilisfang sem eru gefnar upp fyrir afgreiðsluferlið í gegnum Íslandspóst eru vistaðar í vefumsjónarkerfi Snjallingurs.
- Notandinn pantar vörur í gegnum lokað svæði Snjallingurs. Þá eru allar persónuupplýsingar vistaðar í gagnagrunn vefumsjónarkerfis Snjallingurs. Aðgangsorð sem notandinn velur sér til að komast inn á lokaða vefsvæðið er vistað dulkóðað.
- Notandinn skilur eftir ummæli á einstaka vörum eða á greinum sem birtar eru á vefsvæði Snjallings. Þá gerir Snjallingur kröfu um nafn og netfang og eru þær upplýsingar vistaðar í gagnagrunn vefumsjónarkerfis Snjallings.
Hversu lengi eru persónuupplýsingar geymdar?
Allar persónuupplýsingar eru að hámarki geymdar í 5 ár og eru fjarlægðar úr gagnagrunninum sjálfkrafa eftir þann tíma. Upplýsingar sem eru geymdar í gagnagrunni Snjallingurs í kjölfar ókláraðra pantana eru fjarlægðar eftir 31 dag.
Notandinn getur ávallt óskað eftir því að allar persónulegar upplýsingar verða fjarlægðar úr gagnagrunni Snjallingurs.
Veitun upplýsinga
Allar persónur getur óskað eftir því hvaða upplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Snjallingurs í tengslum við ákveðið nafn, kennitölu eða netfang. Í þessum tilfellum skal hafa samband við Snjallingur.