How Can We Help?
NS Panel stjórnborð fyrir Home Assistant
NS Panel er snertiskjár frá kínverska framleiðandanum Itead sem markaðsetur sig undur vörumerkið Sonoff. Sonoff er þekkt fyrir gott vöruúrval á snjallbúnaði á hagstæðu verði. Vörurnar frá Sonoff hafa verið lengi á markaðnum og reynst vel. Tækin eru að styðja mismunandi samskiptatækni og má þar helst nefna WiFi, Zigbee og RF (433Mhz). Allan snjallbúnað frá Sonoff má nota með eWeLink appið sem er fáanlegt bæði fyrir Android og IoS. Forritið er frítt í notkun en fyrir viðtækara notkun þarf að greiða smá aur til að notfæra sér fleiri möguleikar.
WiFi tækjabúnaðurinn frá Sonoff er byggt á örgjövum frá Espressif (eins og Shelly) og bíður Sonoff upp á þann möguleika að setja annan stýribúnað á WiFi snjallbúnaðurinn. Kosturinn við þetta er að hægt verður að tala beint við snjallbúnaðinn í WiFi og sleppa eWeLink forritið.
Í þessari grein tölum við um sérstakan búnað frá Sonoff sem kallast NS Panel og er hugsað fyrir að stjórna snjalltækin í gegnum snertiskjár. Að auki hefur NS Panellinn tvo innbyggða rofa (230V AC) sem hægt er nota til hita- eða ljósastýringar. NS Panellinn virkar út úr kassanum einungis með snjallbúnaði frá Sonoff en við getum einnig notað okkur NS Panellinn til að virka með Home Assistant hússtjórnunarkerfinu með því að setja annan hugbúnað á tækið og gera einhverja aðra kúnstir sem fólkið hefur fundið upp á. Það er pínu vinna bak við þetta allt saman en alveg þess virði að okkur mati. Á endanum ertu með lítinn snertiskjár sem þú getur aðlagað að þínum þörfum. Snjallingur ehf. bíður upp á útgáfu af NS Panelnum sem gerir þér það auðveldara fyrir að koma þessu inn í Home Assistant. Hægt er að panta NS Panellinn með stýrikerfi frá ESPHome. Það gerir það mögulegt að notfæra sér aðra leiðir til að koma auknum möguleikum inn í Home Assistant. Ein leið er að nota sjálfvirknis sniðmát og ESPHome kóða frá Blackymas eða fara aðeins floknara leiðin frá Johannes. Við erum mest hrifin af útgáfunni frá Johannes þar sem möguleikarnir eru fleiri en við erum ekki takmarkað við fjölda síðna sem við getum sett á NS Panelinn. En báðir möguleikar eru fínir og í stöðugu þróun. Leiðbeiningar eru líka góðar og hægt er að finna góðar uppsetningarleiðbeiningar á netinu fyrir báðar lausnir.
Þar sem uppsetningarferlið getur verið svolítið snúið þá eru hér ágætis leiðbeiningar hverning á að setja þetta upp. Svo má auðvitað hafa samband við okkur ef ykkur vantar aðstoð við að koma þessu upp.
Undirbúningur í Home Assistant
NS Panelinn í sérútbúnu útgáfu kemur eins og fyrir sagði með ESP Home kóðann uppsettan. Til þess að geta unnið með kóðann og breytt honum seinna meir þá er gott að setja upp ESP Home viðbótinn. Og til þess að vinna á móti lausninni frá Johannes þurfum við einnig annan viðbót sem heiti Appdaemon og Mosquitto broker.
Það er frekar einfalt að setja þessar viðbætur upp og förum við ekki frekar í uppsetningu á þessum viðbótaeiningum. Mikilvægt er að vita lykilorðið og password fyrir mqtt notandann.
Þegar allar þessa einingar eru til staðar þá þurfum við að setja upp lausnina frá Johannes. Það er gert í gegnum HACS. Unvdir Automation veljum við NS Panel Lovelace UI Backend viðbótinn
Uppsetning á ESP Home
NS Panellinn frá okkur kemur sjálfkrafa með hotspot (ssid er snjallingur) sem þarf að tengjast úr síma eða tölvu. Eftir að hafa slegið in lykilorðið (sem er líka snjallingur) verður þú vísað á síðu þar sem þú þarf að slá inn aðgangsupplýsingar fyrir WiFi netið sem NS PAnellinn á að nota í framtíðinni (stýður einungis 2.4 GHz net). Ef allt hefur gengið hefur NS Panellinn tengst heimanetinu.
Þá er kominn tími til að setja upp NS PAnellinn í ESP Home svo að við getum breytt upplýsingar seinna meir og setja inn lykilupplýsingar eins og t.d. MQTT notandinn. Setjið upp nýtt ESP Home tæki með því að hunsa allar fyrirspurnir og byrjið á default uppsetningu.
Notið síðan kóðann frá okkur til afrita og líma inn í skjalið. Uppfærið upplýsingar úr ykkar umhverfi og uppfærið NS Panellinn með því að smella á Install í efra hægra hornið.
Ef það gengur ekki að uppfæra í gegum WiFi netið (OTA) þá þarf að aðlaga manual_ip hlutann miðast við hvaða IP addressan NS Panellinn hefur fengið.
Uppsetning á Appdaemon
Erfaðisti hluturinn er að fá Appdaemon til að keyra og stilla allt fyrir NSPanel viðbótinn frá Johannes rétt. Uppfæra og passa þarf á skráinn
/config/appdaemon/appdaemon.yaml
fyrir Appdaemon og
/config/appdaemon/apps/apps.yaml
fyrir NSPanel viðbótinn séu rétt. Dæmin fyrir apps.yaml má finna á skjölunarsíðunni. Fyrsta útgáfan hjá mér lítur svona út:
Eins og sjá má stýður viðbótinn íslenska tungumálið. Til þess er sett is_IS í locale.
Nú er kominn tíminn til að endurræsa Appdaemon og fylgjast með loggunum.
Endurræsa Home Assistant
Aður en lengra er haldið er nauðsýnlegt að endurræsa Home Assistant
Breytingar í Home Assistant
Eftir að hafa fylgst skrefin hér að ofan munum við EKKI að sjá neinar breytingar á NS Panellnum. En áður en lengra er haldið er gott að fullyrða sig að allt virkar í bakgrunninum. Til þess erum við fyrsta að hlusta á öll MQTT skilaboðin sem ættu að sendast frá NS Panellnum.
Við ættum að sjá að NS Panellinn sendir okkur skilaboð um tímann statusinn á rofunum og hitastigið til dæmis.
Svo förum við næst inn í Þróunarham í Home Assistant og leitum eftir aðgerðum tengt NS Panelnum. Til Þess leitum við eftir ESPHome: nspanel_entry… Ef við setjum af stað aðgerð ESPHome: nspanel_entry_play_rtttl
með innihaldinu A-Team:d=8,o=5,b=125:4d#6,a#,2d#6,16p,g#,4a#,4d#.,p,16g,16a#,d#6,a#,f6,2d#6,16p,c#.6,16c6,16a#,g#.,2a#
ættum við að heyra einhvera sniðuga tónlist. Ja við getum líka notað NS Panellinn til að spila tónlistaratriði fyrir okkur!
Ein af þessum aðgerðum notum við loksins til að uppfæra skjárinn svo að hún birtir upplýsingar sem gagnast okkur og við getum stýrt heimilið okkar. Aðgerðin heitir ESPHome: nspanel_entry_upload_tft
og innihaldið á þessari aðgerð er: http://nspanel.pky.eu/lui-release.tft
Uppsetning með Tasmota
NS Panellinn er einnig fáanlegur með Tasmota stýrikerfinu. Ef NS Panellinn kemur í þessari útgáfu þá þarf fyrst að tengja skjáinn við heimanetið og síðan gera smá breytingar inn í Tasmota stýrikerfinu. Þessi leið getur verið aðeins auðveldara en leiðin í gegnum ESP Home.
Þegar NS Panellinn er stungin í sambandi þá er skjárinn svartur. En við tökum eftir hotspot sem tækið sendir frá sér (tasmota-xxxx-xxxx). Við þurfum að tangjast þessu neti úr tölvu eða síma.
Eftir tengingu við Tasmota netið þá kemur upp gluggi sem hvetur okkur að slá inn upplýsingar um þráðlausa heimanetið sem við viljum að NS Panellinn tilheyrir. Mikilvægt er að Home Assistant hefur aðgang að því neti.
Þegar allt hefur gengið upp fáum við tilkynningu um það að NS Panellinn hefur fengið nýja IP tölu.
Við tengjumst aftur heimaneti og sláum inn IP töluna þá fáum við upp Tasmota vefviðmótið
Þá förum við í Configuration og Configure Other og límum þessum texta hér fyrir neðan inn í Template reitinn og vistum með því að smella á Save.
{"NAME":"NSPanel-work","GPIO":[0,0,0,0,3872,0,0,0,0,0,32,0,0,0,0,225,0,480,224,1,0,0,0,33,0,0,0,0,0,0,0,0,0,0,4736,0],"FLAG":0,"BASE":1,"CMND":"ADCParam 2,11200,10000,3950 | Sleep 0 | BuzzerPWM 1"}
Næst förum við inn í Consoles og svo Console og límum eftirfarandi kóða inn:
Backlog UrlFetch https://raw.githubusercontent.com/joBr99/nspanel-lovelace-ui/main/tasmota/autoexec.be; Restart 1
Og svo setjum við inn næsta skipun í sama reitinn og staðfestum með að ýta á Enter
FlashNextion http://nspanel.pky.eu/lui-release.tft