How Can We Help?

Uppfærslur á Home Assistant

Þú ert hér:
< Allt efni

Home Assistant uppfærslur

Home Assistant uppfærist reglulega og nýjar uppfærslur eru gefnar út í hverjum mánuði. Hver uppfærsla er nefnd eftir ári og mánuði sem hún var gefin út. Þ.e.a.s. útgáfan 2021.8 var gefin út 1.8.2021 og svo framvegis. Hver útgáfa hefur síðan fylgdarnúmer sem inniheldur einhverjar villuleiðréttingar. Þá er t.d. útgáfan 2021.8.8 áttunda leiðrétta útgáfan af 2021.8. útgáfunni. Til þess að vita hvaða útgáfu þú ert að keyra ferðu í Upplýsingar undir stjórnun þjónsins.

Home Assistant kerfin á Snjallingur stjórnstöðinni eru „Core“ útgáfur af Home Assistant. Allar útgáfur af Home Assistant með breytingum á milli útgáfa má finna á GitHub. Við mælum eindregið með því að lesa hvaða breytingar hafa átt sér stað á milli útgáfa!

Sjálfvirkar uppfærslur

Snjallingur stjórnstöðin sér um allar uppfærslur sjálfkrafa. Útgáfurnar eru prófaðar af Snjallingi fyrst og eru aðgengilegar á þessari vefslóð:

https://snjallingur.is/api

Inn í Snjallingur stjórnstöðinni er síðan scriptan sem keyrir uppfærslur Home Assistant fyrsta hvers mánaðar. Scriptan heitir

homeassistant_upgrade.sh

og er staðsett í annarri hvorri þessara mappa:

/home/homeassistant/.homeassistant/python_scipts
/home/homeassistant/.homeassistant/snjallingur_scripts 

Scriptan sér um uppfærsluna á Home Assistant og stýrikerfinu.

Handvirk uppfærsla

Ef þess er óskað er hægt að uppfæra Home Assistant handvirkt. Þá verður fyrst að slökkva á sjálfvirkri uppfærslu til að koma í veg fyrir að sjálfvirka uppfærslan yfirskrifi ekki núverandi útgáfu Home Assistant. Til þess þarf að eiga við scriptuna hér fyrir ofan (homeassistant_upgrade.sh) og breyta innihaldinu frá

#!/bin/bash
# stop HA
sudo systemctl stop home-assistant@homeassistant
sudo cloudflared update
sudo apt-get -y update & sudo apt-get -y upgrade
# Become user 'homeassistant'
sudo su -s /bin/bash homeassistant <<'EOF'
# Activate the virtualenv
source /srv/homeassistant/bin/activate
# Install Home Assistant
pip3.8 install -r /home/homeassistant/.homeassistant/homeassistant_requirement.txt --log /home/homeassistant/.homeassistant/homeassistant_update_log.txt
exit
EOF
# start HA
sudo systemctl start home-assistant@homeassistant

í

#!/bin/bash
# stop HA
sudo systemctl stop home-assistant@homeassistant
sudo cloudflared update
sudo apt-get -y update & sudo apt-get -y upgrade
# Become user 'homeassistant'
#sudo su -s /bin/bash homeassistant <<'EOF'
# Activate the virtualenv
#source /srv/homeassistant/bin/activate
# Install Home Assistant
#pip3.8 install -r /home/homeassistant/.homeassistant/homeassistant_requirement.txt --log #/home/homeassistant/.homeassistant/homeassistant_update_log.txt
#exit
#EOF
# start HA
#sudo systemctl start home-assistant@homeassistant

Breytingin felst í því að taka út Home Assistant hlutann úr uppfærslunni.

Til að uppfæra Home Assistant þarf að logga sig inn á vélina sem keyrir Home Assistant. Nauðsynlegt er að lesa uppfærsluleiðbeingar fyrir mismunandi útgáfur. Frá einhverri tölvu sem er á sama neti og Snjallingur stjórnstöðini þarf að keyra Terminal og slá inn:

ssh pi@snjallingur

og síðan slá inn lykilorðið sem stendur fyrir neðan Stjórnstöðina.

Næst slökkvum við á Home Assistant með:

sudo service home-assistant@homeassistant stop

Þá breytum við yfir í Homeassistant user:

sudo su -s /bin/bash homeassistant

síðan

cd /home/homeassistant
source /srv/homeassistant/bin/activate
pip3.8 install homeassistant==2021.8.8

Breyta þarf 2021.8.8 í útgáfuna sem á að uppfæra í!

Vonandi hefur allt gengið vel og engar villumeldingar birstust á skjánum.

Þá förum út úr Homeassistant notandaumhverfinu með því að slá inn

exit

Þá keyrum við aftur upp Home Assistant

sudo service home-assistant@homeassistant start

Það gæti tekið smá tíma áður en Home Assistant verður aftur tiltækt. Ef eitthvað fór úrskeiðis þá er nauðsynlegt að kíkja á log skrána sem er aðgengileg í gegnum skjalaeditor.

/home/homeassistant/.homeassistant/home-assistant.log

Núna ættum við að sjá uppfærða útgáfu í vefviðmótinu

Innihald