0

How Can We Help?

Hreyfiskynjarar

Þú ert hér:
< Allt efni

Hvernig virkar hreyfiskynjarar?

Hreyfiskynjarar eru til að skynja hitamismun og þeir notast við tækni sem kallast “passive infrared sensor” eða PIR sensor. Hreyfiskynjarar eiga að skynja hreyfingu á manneskjum. Það gerist þannig að hreyfiskynjari nemur líkamshita sem er (yfirleitt) hærri en umhverfishitinn. Líkamshitinn er svipaður í dýrum þannig að skynjarinn greinir líka hreyfingu ef köttur eða hundur er kominn á svæðið sem hreyfiskynjarinn fylgist með. Svæðið sem hreyfiskynjarinn fylgist með er mismunandi eftir skynjaranum en rafhlöðunotkun er líka meiri eftir því sem svæðið er stærra og rafhlöðuendingin styttri fyrir vikið. 

 

Hreyfiskynjarar í vefmyndavélum

Varast skal hreyfiskynjara með vefmyndavélum. Oftast nær mæla þessir skynjarar breytingar á pixlum í myndinni. Þannig skynjar vefmyndavélin og tilkynnir hreyfingu þegar skyndileg breyting verður á ljósi eða nærliggjandi gróðri á hreyfingu. “Pixel” greining í myndavélum er ekki áreiðanleg til að skynja viðveru á mannfólki. En sumar vefmyndavélar og sérstaklega dyrabjöllur eru með PIR hreyfiskynjurum.

Innihald
Innkaupakarfa