0

How Can We Help?

Zigbee viðburðir

Þú ert hér:
< Allt efni

Ein tegund af Zigbee snjalltækjum eru fjarstýringar eða önnur tæki með tökkum til að ýta á. Við getum líka bætt þessum tegundum af tækjum inn í Home Assistant. En ólíkt öðrum tækjum (eins og skynjarar eða ljós) birtast þessi tæki í vefviðmótinu ekki með neinni “einingu” annarri en t.d. batterí. Skjámynd hér fyrir neðan sýnir IKEA TRADFRI fjarstýring sem við bættum við í Home Assistant hússtjórnunarkerfinu.

Fyrir utan rafhlöðuskynjarann sjáum við ekkert annað og gætum við því ályktað að tækið sé svolítið “heimskt”. En auðvitað getum við breytt því. En til þess þurfum fyrst að “hlusta á” viðburðir sem fjarstýring sendir frá sér þegar við ýtum á takkana á fjarstýringunni. IKEA þráðlausa fjarstýringin býður upp á mismunandi takka.

Til að útskýra hugtakið viðburð aðeins nánar þá samsvara í hvert skipti sem við smellum á 1 af þessum 5 tökkum nákvæmlega 1 viðburði. Sumir takkar bjóða upp á fleiri en einn viðburð með því að tvísmella á þá eða ýta á þá og halda þeim inni.

Núna förum við inn í Þróunarverkfæri->Viðburðir. Á þessari síðu setjum við neðst inn zha_event og hlustum á þann viðburð og smellum á Start listening.

Í hvert skipti sem eitthvað Zigbee tæki sendir núna frá sér stöðu eða við sendum einhverja skipun á Zigbee tæki þá sjáum við það hér. Ef við ýtum t.d. á miðjutakkann á fjarstýringunni okkar þá sjáum við eitthvað í líkingu við:

Event 0 fired 16:14:
{
    "event_type": "zha_event",
    "data": {
        "device_ieee": "d0:cf:5e:ff:fe:0d:f4:79",
        "unique_id": "d0:cf:5e:ff:fe:0d:f4:79:1:0x0006",
        "endpoint_id": 1,
        "cluster_id": 6,
        "command": "toggle",
        "args": []
    },
    "origin": "LOCAL",
    "time_fired": "2020-09-07T16:14:12.052415+00:00",
    "context": {
        "id": "2ab0a56ef12511ea9c1c09036ec96231",
        "parent_id": null,
        "user_id": null
    }
}

Þetta eru upplýsingar sem Home Assistant hússtjórnunarkerfið fær þegar við ýtum á miðjutakkann. Við getum nýtt okkur þessar upplýsingar til að gera hvað sem er. En til þess þurfum að búa til sjálfvirknisreglu fyrir hvern viðburð. Í sjálfvirknisreglu setjum við “zha_event” sem kveikju og setjum gögn sem við fengum úr viðburðinum hér fyrir ofan sem viðbótargögn:

IKEA fjarstýring

IKEA fjarstýringin (sjá mynd hér fyrir ofan) styður nokkra viðburði:

Takki 1 og 3:
smella einu sinni -> press
halda inni -> hold
halda inni og sleppa -> release

Takki 2 :
smella einu sinni -> step_with_on_off
halda inni -> move_with_on_off
halda inni og sleppa -> stop

Takki 4 :
smella einu sinni -> step
halda inni -> move
halda inni og sleppa -> stop

Takki 5 :
smella einu sinni -> toggle
halda inni -> press
halda inni og sleppa -> release

Innihald
Innkaupakarfa