0

How Can We Help?

Um Snjallingur

Þú ert hér:
< Allt efni

Snjallingur.is

Snjallingur.is er rekið af Snjallingur ehf. Hér eftir kallað Snjallingur.

  • Nafn: Snjallingur ehf.
  • Heimilisfang: Skektuvogur 6, 104 Reykjavík
  • Kennitala: 500620-1880
  • VSK-númer: 138092
  • Eigandi og tengilíður: Alexander Eck
  • Tölvupóstfang: [email protected]
  • Sími: 660-3920
  • Bankareikningur: 0552-26-500620

Þjónustan

Snjallingur er þjónustufyrirtæki með víðtæka þekkingu á snjallheiminum. Okkur finnst að snjallheimili eigi ekki bara að vera fyrir tæknifólk. Markmið okkar er að gera öllum kleift að snjallvæða heimili sín. Við viljum vera leiðandi ráðgjafar í vali og hönnun á snjalltækjum og snjallkerfum fyrir heimili og lítil fyrirtæki. 

Snjalltækin hafa sannarlega sótt stíft inn á markaðinn síðustu árin og einkennist sá markaður af háu flækjustigi og eyjulausnum. Snjallingur hjálpar þér að snjallvæða heimilið þitt með ákveðinni aðferðafræði sem hefur verið þróuð af okkur. Á snjallingur.is finnur þú upplýsingar um allar tegundir af snjalltækjum, ávinning, kosti og galla þeirra.

Snjallingur er snjallkerfi byggt á íslensku hugviti og er framleitt (samansett) á Íslandi og sérsniðið að íslenskum þörfum. Sérstaklega á sviði hitastýringa og annarrar séríslenskrar þjónustu. Langtímamarkmið okkar er að gera mögulegt að vinna með íslenska tungumálið og mun einhver framtíðarútgáfa Snjallings skilja íslenskar skipanir.

Snjallingur er alrafrænn vefur. En við bjóðum einnig upp á allar tegundir þjónustu þar með innifalið er uppsetning og þjónusta á tækjum á staðnum ef þess er óskað.

Hafðu samband við okkur ef þig vantar persónubundna þjónustu. Við veitum ráðgjöf, gerum kostnaðaráætlun, hjálpum þér að koma þér af stað og reddum öllu sem til þarf í verkið.

Hafa samband

Hafa má samband við okkur í gegnum tölvupóst, senda okkur þjónustubeiðni (fyrir tilboð eða almenna beiðni um þjónustu), fylla út stutt form á vefsíðunni snjallingur.is eða hafa samband í gegnum Facebook síðuna okkar. En auðvitað má líka hringja í okkur.

Hugmyndafræði okkar

Lausnin okkar byggir á hugmyndafræði um nokkur atriði sem við teljum vera rétta nálgun þegar staðið er að uppsetningu snjallkerfa.

  1. Ávinningur.
  2. Áreiðanleiki.
  3. Skilvirkni.
  4. Persónuvernd. Við munum ekki bjóða upp á tæki sem nota tengingu í gegnum Cloud þjónustu. Ástæðan er annars vegar að snjallkerfið verður óvirkt um leið og veftenging liggur niðri og í öðru lagi teljum við ekki ásættanlegt að þurfa að samþykkja skilmála til að virkja þessar þjónustur. Framleiðendurnir leggja vissulega misjafnar áherslur á öryggi og er líklegra að einfaldara sé að komast yfir persónuleg gögn og sjá hvað “gerist” á þínu heimili ef notuð eru ódýr tæki frá óþekktum aðilum.
    Undantekning er þó stuðningur við Google home (Google Assistant) eða Homekit (Apple) til þess að opna á möguleika til að raddstýra tækjunum.
  5. Hagnýti. Við erum ávallt að leita að hagkvæmustu lausnunum. Þannig að við skoðum fyrst tækin sem eru nú þegar til staðar og snjallvæðum þau frekar en að kaupa ný tæki sem þjóna sama tilganginum.
Innihald
Innkaupakarfa