0

How Can We Help?

Shelly hitamælir viðbótin

Þú ert hér:
< Allt efni

Shelly 1/1PM getur einnig notast fyrir utanáliggjandi stafrænan hitamæli (DS18B20). Til þess þarf fyrir utan Shelly 1/1PM hitamælir viðbótina fyrir Shelly 1/1PM og einnig a.m.k. 1 hitaskynjara. Þessi uppsetning nýtist sérstaklega vel fyrir gólfhitakerfið. Með Shelly 1/1PM er þá hægt að stýra t.d. hringrásadælu og við getum notað hitamælana t.d. í að mæla framrása- eða bakrásahitann og notað það sem stýringu fyrir gólfhitakerfið okkar.

Þegar búið er að tengja tækin saman og búið er að ræsa upp Shelly1/1PM þá getum við með einföldum máta bætt hitamælinum inn í Home Assistant. Hafa skal í huga að upplýsingarnar er einungis hægt að fá í Home Assistant í gegnum MQTT. Þess vegna þarf að tryggja að þessi valmöguleiki sé stilltur í Shelly tækinu.

Uppsetning í Home Assistant

Við þurfum að skilgreina hitamælirinn í stillingaskránni okkar. Hitamælirinn er skilgreindur sem skynjari og þarf því að bæta honum við undir sensor: hlutanum. Þetta er textabúturinn sem við þurfum að bæta við:

# Temperature sensor from Shelly 1
- platform: mqtt
  name: "Temperature xxxxxx 0"
  device_class: temperature
  state_topic: "shellies/shelly1-xxxxxx/ext_temperatures"
  unit_of_measurement: "\u00B0C"
  value_template: "{{ value_json['0']['tC'] }}"
  json_attributes_topic: "shellies/shelly1-xxxxxx/ext_temperatures"
  json_attributes_template: "{{ value_json['0'] | tojson }}"

Nafnið getur að sjálfsögðu verið hvað sem er (eins lengi og það er einkvæmt). En auðvitað er alltaf gott að hafa ákveðna reglu í gangi svo að við finnum skynjarann auðveldlega seinna þegar við bætum honum við í stjórnborðið okkar eða notum hann í sjálfsstýringunum. Home Assistant mun síðan nota skilgreinda nafnið okkar til að nefna skyjarann. Hann mun vera tiltækur undir nafninu:

sensor.temperature_xxxxxx_0

Ef við erum með fleiri en 1 hitaskynjara þurfum við afrita textabútann hér fyrir ofan fyrir hvern hitaskynjara. Muna að skipta út “0” fyrir “1” (og “2”). T.d.:

# Temperature sensor from Shelly 1
- platform: mqtt
  name: "Temperature xxxxxx 1"
  device_class: temperature
  state_topic: "shellies/shelly1-xxxxxx/ext_temperatures"
  unit_of_measurement: "\u00B0C"
  value_template: "{{ value_json['1']['tC'] }}"
  json_attributes_topic: "shellies/shelly1-xxxxxx/ext_temperatures"
  json_attributes_template: "{{ value_json['1'] | tojson }}"

Þegar við erum búin að gera allt rétt ættum við að hafa nýjan hitaskynjara í kerfinu hjá okkur sem við getum notað til að stýra öðrum tækjum.

Innihald
Innkaupakarfa