0

How Can We Help?

Pöntunarferlið

Þú ert hér:
< Allt efni

Pöntunarferlið í gegnum vefsíðu Snjallings

Allar pantanir fara fram í gegnum vefsíðu Snjallings (snjallingur.is).

  1. Þú ferð á vefsíðuna snjallingur.is.
  2. Þú velur vöru sem þú hyggst kaupa.
  3. Þú skoðar vöruna vel og ferð vel yfir vöruupplýsingar sem koma fram á vefsíðunni um viðkomandi vöru.
    Séu upplýsingar ónægilegar sem koma fram á vefsíðunni getur þú sent fyrirspurn um vöruna til Snjallingurs. Einnig getur þú sent inn fyrirspurn ef þú hyggst kaupa vöruna í einhverju magni og vilt fá tilboð í vöruna.
  4. Ef varan er í samræmi við væntingarnar þínar og þér finnst þú hafa nægilegar upplýsingar um vöruna og hyggst kaupa vöruna slærð þú inn magnið sem þú hyggst kaupa af vörunni og velur síðan „Setja í körfu“.
    Fjöldi eintaka sem þú getur valið er í samræmi við lagerstöðu Snjallings. Það getur samt komið fyrir að lagerstaðan sé ekki í samræmi við birta lagerstöðu á vefsíðunni. Sé verið að kaupa fleiri eintök en eru í raun og veru til á lager Snjallings látum við vita áður en vörurnar eru sendar. Í þeim tilfellum gefum við þér tækifæri til að falla frá kaupum eða þú kaupir bara það magn sem til er af lagernum og Snjallingur endurgreiðir þér mismuninn eða veittur er afsláttarkóði upp á sömu upphæð.
  5. Skref 3 og 4 má endurtaka ef áætlað er að kaupa fleiri vörur.
  6. Ef búið er að velja allar vörur er smellt á innkaupakörfuna í hægra efra horninu til þess að ganga frá pöntuninni. Þú verður síðan fluttur á innkaupavefsíðu.
  7. Á innkaupavefsíðunni koma fram allar vörur sem þú hyggst kaupa. Einnig kemur fram áætlaður sendingarkostnaður og upplýsingar um innifaldan virðisaukaskatt.
    Hér getur þú einnig slegið inn kóða af afsláttarmiða og ýtt síðan á „Nýta afsláttarkóða“. Afsláttarmiðinn lækkar verðið á pöntuninni um þá upphæð sem afsláttarmiðinn er gefinn út fyrir.
    Þú ferð yfir allar upplýsingar og tryggir að allt sé rétt. Síðan smellir þú á „Áfram í greiðsluferlið“ til að koma á greiðslusíðu.
  8. Á greiðslusíðunni slærð þú inn upplýsingar um þig (nafn og netfang) svo sem upplýsingar um heimilisfangið. Ef varan á að sendast á annað heimilisfang skal það sett inn. Þú skalt kynna þér leiðbeiningar um persónuverndarstefnuna okkar og hvernig við vistum og notum persónuupplýsingarnar þínar. Með því að fara inn á næsta skref samþykkir þú persónuverndarstefnuna okkar.
  9. Þú hefur einnig möguleikann á því að skrá þig sem notandi á vefsvæði snjallingur.is. Einnig er mögulegt að afgreiða pöntun án þess að gerast notandi.
  10. Hægra megin velur þú greiðslumátann.
  11. Ef allar upplýsingar eru slegnar inn þarf að klára pöntunina með því að smella á „Panta“ í neðra hægra hornið. Ef  greiðslukort hefur verið valið sem greiðslumáti verður notandi sendur á greiðslusíðu Valitor.
  12. Ef þú hefur valið millifærslu sem greiðslumáta kemur upp síða þar sem allar helstu upplýsingar um vörukaup koma fram og hvert á að leggja inn upphæð fyrir vörukaup. Við millifærslu skal senda kvittun á [email protected] þar sem pöntunarnúmerið er sett inn sem skýringartexti.
  13. Varan verður afhent til Íslandspósts í seinasta lagi á þeirri dagsetningu sem er skilgreind á vörunni eftir að greiðslan hefur borist.
Innihald
Innkaupakarfa