0

How Can We Help?

Samþættingar útskýrðar

Þú ert hér:
< Allt efni

Samþættingar (flýtileið Stillingar->Samþættingar) auka virknina á hússtjórnunarkerfinu þínu umtalsvert. Hver samþætting er þróuð og viðhaldið og hjálpar gífurlega við að koma öðrum tækjum og kerfum inn í Home Assistant á frekar einfaldan hátt. Með því að koma öðrum tækjum inn í Home Assistant þá getum við stýrt þeim beint í gegnum Home Assistant og fáum einnig stöðuna á þeim til baka. T.d gætum við kveikt á sjónvarpinu eða streymt tónlist með skipun úr Home Assistant og fengið upplýsingar hvort sjónvarpið er kveikt eða slökkt.

Framboðið af samþættingum er mikið og eins og er í byrjun árs 2021 í tæplega 2.000 aðgengilengum samþættingum og má skoða úrvalið á heimasíðu Home Assistant. Vinsælar samþættingar eru t.d. Philips Hue, IKEA Tradfri, Google Chromcast, Shelly svo fátt eitt sé nefnt. En í samþættingum má einnig finna mikilvæga hluti fyrir Home Assistant til að stýra tengdum tækjum í gegnum Zigbee eða Zwave eða MQTT samskiptatækni. Sumar samþættingar setur Home Assistant upp sjálfkrafa og má þar helst nefna tengingina við síma ef fjölskyldumeðlimir skrá sig inn í gegnum appið í símanum.

Home Assistant gerir okkur lífið einfalt með því að “þefa” netið hjá okkur og finna þekkt tæki (t.d. Shelly, Apple TV, Plex eða HomeKit, Google Chromecast eða LifX). Allar samþættingar sem finnast birtast sem tilkynning.

Hver samþætting er samt mis auðveldd/erfið í uppsetningu en hver samþætting er vel skjöluð (á ensku amk). Stundum þarf samþætting að auðkenna sig ef um Cloud þjónustu er að ræða og þá er gott að fylgja leiðbeiningum viðkomandi samþættingu.

Samþættingar

Til þess að bæta við nýrri samþættingu er smellt á “Bæta við samþættingu” og þá má leita í tiltækum samþættingum. Hver samþætting er samt bara hægt að bæta við einu sinni en hver samþætting getur átt við fleiri tæki.

Innihald
Innkaupakarfa