0

How Can We Help?

Tæki, einingar og tegundir

Þú ert hér:
< Allt efni

það er mikilvægt að átta sig á því hvernig hússtjórnunarkerfi virkar og hvernig þeir vinna með snjalltækin. Home Assistant er ekki frábrugðið öðrum kerfum þegar það kemur að því að skilgreina snjalltækin. Sú skilgreining er nokkuð stöðluð og gerir það að verkum að kerfin geti talað saman. Þó að við tölum gjarnan um snjalltækin þá eru í raun einingarnar sem gera tækin snjöll. Til að útskýra þetta betur er best að nefna nokkur dæmi.

Tökum Aqara hreyfiskynnjarann sem dæmi. Aqara hreyfiskynjarinn á 4 einingar sem senda skilaboð sem við getum nýtt okkur. Það er hreyfiskynjari, viðveruskynjari, birtuskynjari og rafhlöðuskynjari. þetta sést vel ef við skoðum hreyfiskynjara “tækið” í Home Assistant.

Hvert tæki getur þannig átt margar einingar sem við getum nýtt okkur. En til að flækja hlutina aðeins meira þá er gott fyrir okkur að vita að hver eining tilheyri nákvæmlega einni “tegundaeiningu”. Þessi tegundaeining er í þessi tilfelli “sensor”. þannig veit t.d. Home Assistant hvað hægt er að gera með viðkomandi einingu. T.d. “sensor” er einungis að lesa mæligildi. En bæði hreyfi- og viðveruskynjarinn eru af tegundaeiningunni “binary_sensor”. Binary_sensor er sérstakur sensor þar sem hann getur einungis geymt tvö gildi (t.d. on/off eða closed/open). Þessa tegundaeiningu þarf alltaf að skilgreina (er yfirleitt gert sjálfkrafa) en má ekki fjarlægja (hluturinn fyrir framan “.”) en hins vegar er alltaf ráðlagt að gefa einingunni áberandi nafn þannig að við getum fundið hana auðveldlega síðar þegar við erum að setja upp sjálfvirkisreglurnar eða viljum birta upplýsingarnar af einingunni á skjáborðinu okkar.

Skilgreining á einingu

Aðrar tegundaeiningar eru:

  • light -> Ljós. Það getur verið ljósapera eða ljósdeyfir
  • switch -> Rofi (t.d. Shelly)
  • cover -> Eru tæki sem geta farið “upp og niður” og farið í ákveðna stöðu. T.d. gardínur, bílskúrshurð eða mótorlok.
  • script -> Uppskrift af aðgerðum
  • automation -> Sjálfvirkni
  • camera -> vefmyndavél
  • media_player -> það geta verið hátlarar eða sjónvörp
  • climate -> stýring á ofnalokum eða termóstötum

Hver tegundaeining hefur síðan sitt eigið sett af “aðgerðum” sem hægt er að framkvæma (t.d. light.turn_on eða switch.turn_on). Sá listi er aðgengilegur undir “þróunarverkfæri” í Home Assistant og getur verið afar langur.

Innihald
Innkaupakarfa