0

How Can We Help?

Hita- og rakaskynjarar

Þú ert hér:
< Allt efni

Hita- og rakaskynjarar

Hita- og rakaskynjarar spila stórt hlutverk fyrir kyndingu og kælingu heimila. Rakastigið er svo annar mælikvarði sem þarf að fylgjast með til að forðast myglusvepp og rakaskemmdir. Bæði hiti og raki eru mæld úr loftinu á þeim stað sem skynjarinn er staðsettur. Hitinn getur verið mjög mismunandi eftir því hvar skynjarinn er staðsettur. Einnig getur haft áhrif hvort hann er nálægt útvegg eða glugga sem og lofthæð. Hitinn leitar alltaf upp þannig að hitinn er yfirleitt meiri í höfuðhæð heldur en í gólfhæð en það fer auðvitað eftir því hvort kynding hússins er í gegnum gólfið eða með vatnsofnum sem eru yfirleitt staðsettir undir glugga eða við útvegg þar sem hitatapið er mest.

Hitastigið er mælt í gráðum á Celsíus-skalanum. Rakastigið er mælt í prósentustigum og vatnsmagnið í loftinu miðast við hámarksupptökugetu loftsins á vatni miðað við hitastigið. Heitt loft getur tekið upp meira vatn en kalt loft. Þannig að ef sama (heita) loftið kólnar þá hækkar líka rakastigið. Fari rakastigið yfir 100% myndast raki. Það gerist yfirleitt þegar “rakt” loft hittir á kaldan flöt (t.d. útvegg).

Innihald
Innkaupakarfa