0

How Can We Help?

Keyrslur á tíma

Þú ert hér:
< Allt efni

Við gætum þurft að keyra einhverjar þjónustur eða scriptur á ákveðnu millibili. T.d. til að endurræsa Home Assistant, hreinsa log skrána eða sækja gögn einhvers staðar.

Förum í Stillingar->Sjálfvirkni og búum til nýja sjálfvirkni.

Í fyrsta hluta gefum við þessu nafn, setjum skýringu (mikilvægt) og veljum einfaldan (single-default) ham.

Í hlutanum þar sem við þurfum að skilgreina hverju sjálfvirknin á að koma af stað veljum við tími og sem tímasetning t.d. 03:00:00 (klukkan 3 að nóttu).

Í skilyrði setjum við aukaatriðið, þar sem við viljum að aðgerðin fari bara af stað á sunnudegi. Þá veljum við sniðmát og setjum sem gildissniðmát:

value_template: {{ now().weekday() }}=6

Home Assistant tékkar á hvaða dagur er (með Mánudagurinn = 0 og Sunnudagur = 6).

Síðast veljum við aðgerðirnar sem sjálfvirkni á að framkvæma. Og það getur verið alls konar. Hér eru nokkur dæmi:

system_log.clear
homeassistant.restart
o.s.f.
Innihald
Innkaupakarfa